30.8.08

Laugardagur til... einhvers?

Hið nýja skipulag, að leikföng voru að mestu útlæg ger út stofunni og bannfærð til gestaherbergis, er að svínvirka. Freigátan unir sér þar hið besta og þykist nú aldeilis einráð í ríki sínu. Svo rammt kveður að því að í morgun þegar stóri bróðir ætlaði að heiðra umráðasvæðið með nærveru sinni var hann fyrst vinsamlega beðinn að "skemma ekki neitt," og að því loknu að "skammast sín."

Í dag var síðan von á Huggu frænku í kaffi svo mesta horið var þrifið af þeim litlu og þau sett í eins peysur, svo það bæri minna á hvað þau væru rotinpúruleg. Móðurskipið náði meira að segja að ryksuga sæmilega í stofunni áður en frænkuna bar að garði.

Freigátan heyrði líka aðeins í ömmu-Freigátu í dag og bombarderaði hana með spurningum og pöntunum um samfylgd á róló, í sund og ýmislegt fleira. Pantaði líka að fá að fara með í heimsókn til langömmu. Svo fór hún með símann inn í dótaherbergi, til að sýna ömmu það. Hún er greinilega ekki alveg að átta sig á landfræðilegri afstöðubreytingu við ömmuna sína.

En í framhaldi á þessum skipulaxbreytingum erum við farin að velta fyrir okkur löngu tímabærum aðgerðum á baðherberginu. Aðallega vegna þess að ég er hrædd um að klósettið okkar fari alveg að gefa upp öndina. Eftir stutta skönnun á verði á svoleiðis hásætum sýnist mér að verið ættum alveg að geta gert svoleiðis án þess að verða alvarlega gjaldþrota. Jafnvel liggur fyrir að fara í örlítið frekari innréttingar á baðherberginu, í leiðinni. Ætlum að skoða málin og fara huxanlega í þetta einhvern tíma eftir áramót. (Ef dollan dugar svo lengi.)

Á morgun langar mig að komast í Kringluna og versla svo stórsér á helstu lagerum.

Í dag var líka stundað mikið eftirlit með tölvuleikjanotkun unglingsins.

Og svo var tekin örlítil pása til að horfa í myndavélina.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fína fína fjölskylda :)

Kv.
Svandís