31.8.08

Eins gott að ég er að hætta að þýða

Feisbúkk er alveg eitt hlutastarf.

Fitaði heimilisfólk í morgun með amrískum pönnukökum. Það er ágætisleið til að koma mönnum á lappir á sæmilega skikkanlegum tíma. Þá er ekki alveg jafnþjáningafullt að rífa unglinginn á lappir á mánudaxmorgninum. Útpælt.

Tjúllaðist í Kringluna og keypti mér pæjujakka. Eyddi ekki næstum jafnmiklum peningum og ég ætlaði. Ætla síðan út að labba reglulega hratt á eftir svo ég verði mjórri. Ætla að vera orðin pæja undir vorið. Svo ætla ég að þrífa ruslageymsluna. Annaðhvort fyrir eða eftir.

Geðveikt stuð.

Börnin eru annars orðin horlaus. Ég fann splunkunýja tönn á Hraðbátnum í dag. Rannsóknarskip fór á einþáttungasamlestur leikstjóra í dag.

Og á morgun verður vafalaust gaman.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Ég er komin með svo marga kontakta á þetta fjandans feisbúkk að ég hef enga yfirsýn lengur... erum við feisbúkkfriends??

Sigga Lára sagði...

Ég held það. :-/
Heldur engin yfirsýn hérna megin.