3.9.08

*Andvarp*

Þetta er einn af þessum dögum. Hinn verðandi leikskóli Freigátunnar getur ekki lofað neinu fyrr en um næstu mánaðamót. Þá verðum við Hraðbátur búin að missa af hálfu mömmujóganámskeiði. Er að senda kvabb-pósta í allar áttir, reyna að fá að taka Freigátuna með mér tvisvar í mömmujóga og hafa hana jafnoft í "heimsókn" á leikskólanum sínum, þá kemst ég af með að skrópa bara í einn tíma í viku í september og það finnst mér "hægt."

Svo hringdi tónlistarskóli Smábáts. Þar rext allt hvað á annað. Allt tómstundastarf sem hann stundar virðist ætla að hlaðast hvert ofan á annað á sömu dögunum í vetur.

Og ég sem hélt að veturinn yrði svo vel skipulagður hjá mér...

Er annars einhver alveg laflaus og til í Freigátupössun einhvern þriðjudax- eða fimmtudaxmorguninn, ca. 10 - 11.30?

Annars eru börnin sæt og góð. Hraðbátur er orðinn mjög ræðinn. Heldur langar ræður og sönglar Hann er líka duglegur að veltast um á gólfinu og text oftar en ekki að koma sér í ógöngur. (Eða toga í hárið á systur sinni, sem er mikið sport.)
Freigátan er ógurlega þreytt þessa dagana. Sefur lengi á hverjum degi og ætlar svo aldrei að sofna á kvöldin. Núna er hún búin að sofa í tvo tíma, en ég leyfi það í dag svo hún verði hress á sundnámskeiðinu á eftir.
Smábátur fór á fótboltaleik um daginn. Okkur til talsverðrar undrunar. Knattleixáhorf hefur ekki einu sinni komist á topp 20 yfir eftirlætistómstundaiðju drenx, hingað til.

Svo er bara sól.

Engin ummæli: