12.12.08

Aðventukúr

Amoxiklav, Kavepenin, Flemoxin, Nasorex, Neseril, Parasupp. Eins gott að maður ruglist ekki á því hver á að fá hvað hve oft og í hvaða enda. Staða sjúkdómsgreininga er svona:

Móðurskip: Streptó, 1 pilla af Kavepenin þrisvar á dag meðan birgðir endast. (Og te og hálsmolar í ómældu magni.)
Freigáta: Streptó og einhverja sýkingar í kinnholum og allskonar horvaldar, Amoxiklav, 5 ml 3svar á dag, Nasorex fyrir svefninn. Og saltvatnslausn eins og hver getur í nef sér troðið þess á milli.
Kafbátur: Eyrnabólga og huxanlega streptar: Flemoxin, 5 ml 2svar á dag, Neseril fyrir svefninn dax og kvölds, Parasupp eftir þörfum. Sem og saltvatn í nef.
Rannsóknarskip: Ólæknandi flensa. Fær engin lyf.
Smábátur: Frískur eins og nýfætt lamb. Farinn til Grafarvox að passa Ingömmu sem er Ólafalaus.

Á morgun verður síðan haldið (eða allavega fulltrúar sendir) í Grafarvoginn að skera upp laufabrauð. Þá eiga líka allir að vera hættir að smita, Hugrún, svo óhætt ætti að vera að koma nálægt okkur uppúr því.

Í dag og gær er semsagt búið að eyða himinháum upphæðum í lyfsölurisana og til að bíta endanlega höfuðið af skömminni fór ég og eyddi 16000 kalli í jólahamborgarhrygginn og nokkrar jólagjafir núna eftir hádegið.

Í kvöld ætlum við Rannsóknarskip að safna okkur saman eftir veikindin og reyna að ná í skottin á sjálfum okkur með vinnurnar okkar. Ég er að vonast til að komast langt með ritgerðina mína og hann ætlar að fara yfir um milljón próf.
Rómó.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VÁ, heldurðu að það verði pláss fyrir jólamat.
Sendi batnaðar kveðjur til yðar,
kv Lilja Björk og rest