17.12.08

Pffff

Ef fólk fer inn í allmennt afgreiðslurými banka og mótmælir spillingunni sem allir vita að er þar við lýði, er það þá að "ryðjast"

Og Reynir Traustason lætur undan þrýstingi. Þá eru nú krosstrén farin að bregðast. Ég hefði nú frekar trúað honum til að birta einmitt helst þær fréttir sem reynt væri að leggjast á hann um að birta ekki, segja í leiðinni frá því að honum hefði verið sagt að birta þær ekki og gefa eigendum blaðsins og öðrum "frammámönnum" í þjóðfélaginu fokkmerki í leiðinni. Við erum að tala um sama manninn og hikaði ekki við að snapa slagsmál við dótturfélag Hells Angels um árið. Ríkukallarnir eru greinilega meira skerí heldur en gaurarnir með hnífana og hnúajárnin. 

Og það sem verra er, þeir halda greinilega ennþá öllum þeim völdum sem þeir vilja og eru með fjölmiðlana í hálstaki. Nú langar mig að vita hvaða fréttir aðrar hafa verið "stoppaðar"

Og þetta gengur víst ekki. Próf og ritgerðaskil á morgun. Best að reyna að halda á spöðum.

2 ummæli:

Sverrir Friðriksson sagði...

Ef fólkið var að ryðjast hlýtur að vera í lagi að segja það, ef ekki er það auðvitað hæpið.

Nafnlaus sagði...

Og viltu vera svo væn að skrifa hörkulegan pistil um Bónus, undirboðin, fákeppnina og ógeðið - úr því að þú ert komin í ... lötuna, ha?

Ég er á skælinu yfir því að fólk heldur uppi vörnum fyrir keðju sem kúgar framleiðendur til að selja sér undir framleiðsluverði til að geta boðið okkur kaupendum betra verð. Betra? Betra en hvað? Baugur hefur verðið svo svínslega hátt í 10-11 til að okkur finnist verðið í Bónus svo gott.

Það er ekki einu sinni lágt yfir línuna. Ég hef verið seríos-auli í mörg ár, pakkinn kostaði tæpar 400, hækkaði svo í 509 í gengishruninu. Svo lækkaði heildsalinn verðið um 13% og helvítis pakkinn fór í 535!

Svo tek ég undir orð þín um Reyni, hélt að sjórinn brotnaði frekar á honum en öfugt.

Ég legg til að Karþagó verði lögð í eyði en óska þér samt svakalega jólalegra jóla! Er sjálf að hugsa um að skella mér í skoðunarferð í Bónus á þriðjudaginn ...