14.12.08

Draumfarir

Mig dreymdi að ég væri orðin aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Samt ekki aðal-aðstoðarmaðurinn, heldur bara einn af mörgum. Það var nýbúið að sjanghæja mig í þetta starf og ég var ekki farin að gera neitt en það merkilegast við drauminn var kannski að fjármálaráðherra var Björgvin G. Sigurðsson. É'v'tekki fyrir hvurju það er svosem...

Allavega átti ég svo annríkt eitthvað við að undirbúa þetta starf, í draumnum, að ég komst ekki á Hálfvitatónleika. Í alvöru komst ég ekki á tónleika þeirra Ljótu í gær vegna annríkis, veikinda og almenns aumingjagangs á heimilinu. Treysti á að komast með Eló mágkonu fyrir norðan þann 2. jan.

Úbb. Silfur Egils.

Engin ummæli: