22.1.09

Stjórnarkreppa?

Ég hélt þetta væri að koma í gær. Og fram eftir degi. Nú hefur Formaðurinn náð í skottið á Össuri og hann virðist hafa smitast af misskilningi hr. Haarde að stjórnarslit þýði stjórnarkreppu.

Stjórnarkreppa (skv. snara.is) erfiðleikar á að mynda ríkisstjórn eða við að halda henni saman

Ég myndi segja að hin ógurlega stjórnarkreppa væri þegar komin. Stjórnin getur ómögulega haldið sér saman.

Og ég sé ekki vandamálið við að stofna næstu ríkisstjórn. Sem starfar fram að kosningum í vor. Það er meira að segja eiginlega búið að setja hana saman. Bara formsatriði að handabanda það.

Ég sé ekki aðra stjórnarkreppu en þá sem nú ríkir.

Engin ummæli: