13.1.09

Undur og dásemdir

Ég var alveg búin að gleyma því hvað getur verið algjörlega dásamlegt að sitja einhversstaðar í marga klukkutíma í röð, vera að gera eitthvað og enginn er að toga í mann, trufla mann eða fara að grenja. Ég er viss um að samstarfsmenn mínir á Bjarti/Veröld halda að ég sé bæði einhverf og geðveik þar sem ég alveg sit í yfirlestrinum og gleymi jafnvel að hreyfa mig þangað til ég er orðin alveg eins og spýtukall.

Rannsóknarskip stendur sig eins og hetja í heimilisstörfunum. Hér er allt svona glimmrandi fínt og við fengum þessar líka dásemdarfiskibollur í matinn.

Svo fjölgaði hjá Þórði, bróður Rannsóknarskipsins, fyrir norðan í dag. Hann fékk þessa fínu stelpu, 18 merkur og 55 cm. Hún hefur þegar fengið nafn og heitir því fagra nafni Sigríður María. Hún ætlar að verða besta vinkona Hraðbátsins í fjölskylduboðum norðan heiða þegar fram líða stundir.

Stórmerkilegur dagur í dag.

Engin ummæli: