8.12.09

Listi yfir allt gott á Íslandi í dag

1. Eva Joly
2. Færri auglýsingar.
3. „Markaðurinn“ er ekki lengur að troða sér allsstaðar inn í fréttir og allskonar og drepa mann úr leiðindum.
4. Það er aftur hægt að fremja listir og menningu án þess að vera sponseraður af stórfyrirtæki.
5. Kreppujól eru fallegri, betri, yndislegri og hlýrri að innan heldur en góðærisjól.
6. Það er ekki lengur plebbalegt að vera á kvínandi kúpunni. Það er kúl.
7. Kreppuhlátur er innilegri og fallegri (þó hann sé örlítið örvæntingarblandinn) heldur en græðgis- og greddulegi góðærishláturinn.
8. Fólk er duglegra að gefa í hjálparstarf þó það eigi enga peninga.
9. Sérstaki saksóknarinn sem ætlar að setja alla vondu ríkukallana í fangelsi.
10. Á næsta ári er séns að við þurfum aldrei aftur að heyra orðið „Icesave.“

Eftir góða ábendingu bara verð ég að benda á eitt enn.

11. Ísland er nú McDonalds-frítt land! Húrrah!

Og þetta er bara rétt að byrja!
Við verðum öll miklu fátækari á næsta ári! Líklega borgaralega óhlýðnari og kveikjum í bönkum og stórfyrirtækjum ef ríkið verður ekki nógu snöggt í snúningum við að hirða það af gjaldþrota ríkuköllum!
Jeij!

5 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Þú gleymdir að MacDonalds er farinn ;-)

Sigga Lára sagði...

Kræst. Ég vissi að ég væri að klikka á einhverju aðalatriði!

Berglind Rós sagði...

Heyrðu og í öðrum ótengdum fréttum en e.t.v. áhugaverðum fyrir þig, þá er hægt að fá lyfseðil fyrir bóluefni við hlaupabólu. Svo fer maður bara í apótek og sækir þetta, og pantar svo tíma á heilsugæslunni til að láta sprauta þessu. Ég fékk svona lyfseðil hjá mínum lækni fyrir Guðmund Stein og samkvæmt hennar upplýsingum var verðið á þessu 8.800, ég á að vísu eftir að sannreyna það, ætla að velja einhvern góðan tíma eftir jól þar sem það er smá hætta á slappleika á eftir.

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Kannski ég athugi það. Ef Friðrik doppast ekki á allra næstu dögum.

Árný sagði...

Svakalega er margt jákvætt á Íslandi! Æðislegt, ekki síst McDonaldsleysið! :)