1.1.10

Hmm... Árið framundan?

Ég hefi ferlega litla tilfinningu fyrir ári komanda. Mjög spennandi. Eða mjög leiðinlegt. Annaðhvort. Ég hélt að kínverska árið komandi yrði mér gríðarlega hagkvæmt. Af því að það er ár tígursins eins og ég. En ekki er svo. Vegna þess að ég er veikur viður, og árið komanda hið kínverska er metal. Það þýðir að kínverska árið komanda er eins mikið óhappa og hægt er, fyrir mig. (Væri annað ef ég væri sterkur viður. Sem fer eftir fæðingardegi og fæðingartíma.) Og Rannsóknarskip verður alveg jafnóheppinn og ég. Vegna þess að hann er sterkt vatn. Væri mjög heppinn ef hann væri veikt vatn. Hmmm.

Svo rak ég reyndar augun í að þetta ætti að vera fimmta af sex óhappaárum hjá mér. ... Ókei. Vill reyndar til að síðustu árin þykja mér hafa verið einstaklega dásamleg og ábatasöm á allan hátt. Kannski kínverjar hafi bara annað verðmætamat en ég? Hvar ætli gerist eiginlega þegar kemur almennilegt happaár?

Svo er ég búin að spá í ýmis spil og ráða í hina og þessa forboða. Hvað alheiminn varðar held ég að fátt gríðarlega óvænt gerist á þessu ári. Ég sjálf ætti líklegast ekkert að vera að taka neinar brjálaðar áhættur á hlutabréfamörkuðum... vegna þess að ég er einmitt alltaf svo vön því... heldur vinna bara vel og vandlega að öllusaman og vera ekki að tefla á nein tæp vöð.

Samt virðast vera einhverjir peningar að þvælast í kringum okkur hjónin. En virðast verða okkur mest til bölvunar. Eins og peningar eru jú gjarnan.

Æi, fokkitt.

Ég hlakka til á þessu ári. Allt löngu útplanað og skipulagt. (Það er svona að eiga Rannsóknaráætlun.) Ég veit hvað verður á Bandalaxskólanum og er með valkvíða. Sumarið er meira og minna planað. Leiklistarhátíð og svona. Ég ætla að halda áfram að doktora, hlaupa, spila og syngja. Og held að þetta verði bara gaman. Hvað sem allri óheppni líður.

Ég hef sjaldan vitað jafnmikið um hvað komi til með að gerast á neinu ári eða þessu. Kannski er ég þess vegna óvenjulítið forspá. Óvissuþættir eru hreinlega bara hverfandi.

Gaman aððessu.

Svona lætur maður þegar maður er ekki að halda áramótapartí og nennir ekki að spila póker við fjölskylduna. Sveimér ef maður byrjar ekki bara árið með Stig Larson uppí rúmi.

Gleðilegt ár og góða nótt.

2 ummæli:

Árný sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegan (en ekki alltaf skemmti-) lestur á blogginu. Vona að árið verði öllum happasælt og hamingjuríkt!

Spunkhildur sagði...

árið til þín