Þegar "Guð blessi Ísland" og allt það reið yfir í hittífyrra velti ég fyrir mér hvort ég þyrfti að skipta yfir í taubleyjur á yngsta barnið.
Hvort ég þyrfti hugsanlega að sauma þær sjálf?
Hversu lengi heimilistæki heimilisins myndu endast?
Hvort maður ætti að reyna að næla sér í kartöflugarð?
Og svoleiðis.
Sætti mig við algjört útlandaferðaleysi um ófyrirséða framtíð, kreppujól, og allt þetta. Á undraskömmum tíma, reyndar. Rifjaði bara upp hverjar grunnþarfirnar væru og sá ekki betur en að við hefðum fæði, klæði og húsaskjól. Og vonaði reyndar hálfpartinn að bankinn vildi vera svo vænn að taka íbúðina okkar og leigja okkur hana þar sem nokkuð fyrirsjáanleg er stækkunarþörf, svona einhverntíma, og leigusamningi er auðvelt að segja upp á meðan ljóst var að húsnæði færi ekki mikið að seljast næstu ár. Leit líka í kringum mig innan íbúðar og uppgötvaði að þó aldregi framar yrði versluð bók, geisladiskur, hljóð eða mynd, yrði samt til næg afþreying á heimilinu til að endast ævir allra heimilismanna á enda.
Svoleiðis var ég að hugsa í hrunvikunni.
Júpp, húsnæðislánin hafa hækkað heilan helling. En við erum í skilum (því miður?) og afþökkuðum meira að segja greiðslujöfnunina.
Frá áramótum í fyrra og fram á vor lifðum við á einu fæðingarorlofi af kennaralaunum og einu námsláni. Í sumar vorum við með eitt fæðingarorlof og hálfar atvinnuleysisbætur. Nú í haust höfum við látið ein grunnskólakennaralaun duga ásamt nokkrum tilfallandi þýðingaverkefnum. Ég fæ námslán núna eftir áramót, en tímdi ekki að taka þau fyrirfram.
Svona höfum við hagað okkur:
- Við erum að borga um hundraðogfimmtíuþúsund kall á mánuði af íbúðinni.
- Eitt barn á einkaleikskóla, kemst vonandi að hjá borginni, á leikskóla hins leikskólabarnsins, í haust.
- Annað barn er í tónlistarnámi.
- Ég er í tónlistarnámi.
- Við hjónin fórum í sitthvora skemmtiferðina til útlanda á síðasta ári og Smábátur fékk að fljóta með í aðra.
- Ég fór á leikritunarnámskeið síðasta sumar.
- Ísskápurinn okkar dó í miðju hruni og nýr var staðgreiddur örskömmu síðar.
- Baðherbergið var endurnýjað heilmikið, fjárfest í nýju klósetti, handlaug og allskonar skápafíneríi.
- Föt hafa verið versluð eftir þörfum, algjörlega eins og venjulega.
- Bækur og DVD-myndir (aðallega sjónvarpsseríur) hafa verið versluð eftir mismiklum þörfum og í óhófi, algjörlega eins og venjulega.
Auðvitað hefur verið bruðlað talsvert með sparifé á þessum tíma. En það er nú samt einhver slatti eftir af því. (Aðallega það sem er í gíslingu hjá Arion-banka sökum þversumleika útibússtjórans sem ég er nú að færa mig frá.) Aukinheldur sem við erum í 80 fermetra íbúð og á beygluðum (en skuldlausum) bíl. En það er hægt. Meira að segja tiltölulega auðvelt. Helst að herbergið hjá unglingnum þyrfti að stækka en hann lifir þetta alveg af fram til 2012. (En þá er fyrirhugað að athuga með einhvers konar híbýlaskipti.)
Vissulega höfum við talsverða þjálfun í að lifa af næstum engu. En samt er það nú einhvern veginn þannig að okkur finnst við aldrei neita okkur um neitt sem skiptir máli. Eins og sjá má á bruðltölum síðasta árs er hægt að skera heilmikið niður. Og ef ég skyldi nú næla mér í einhvern styrk til doktorsnáms einhverntíma á árinu verðum við á svo grænni grein að það hálfa væri nóg.
Þannig að þegar bæði stjórn og stjórnarandstaða koma fram þungar á brún og segja að nú sé allt á leiðinni endanlega lóðbeint til helvítis verð ég nú bara að spyrja eins og fáviti.
Hvenær kemur kreppan?
Að því sögðu. Við þurfum að saksækja græðgispúka úr atvinnulífi og pólitík sem skuldsettu okkur til helvítis. Hengja þá upp á tippunum og láta þá borga skuldir sínar, með öllu sem þeir eiga. Líka á Tortóla. Hreinsa upp spillinguna úr atvinnulífi og pólitík. Fá að sjá skýrslu rannsóknarnefndarinnar, algjörlega í heilu lagi og óritskoðaða.
Það er bara svo þreytandi að þurfa sífellt að vera að díla við glæpamenn og svíðinga. Kerfið sem verðlaunar fanta og siðblindingja verður að fara. Það er mjög einfalt. Það er líka alþjóðlegt. Þetta er ekki vandamál sem Íslendingar einir eiga við að glíma heldur hinn vestræni heimur eins og hann leggur sig.
En við erum enn ein ríkasta þjóð heims. Þrátt fyrir hrun og skuldir. Er ekki kominn tími til að slaka aðeins á í vælinu, taka til við að fella niður skuldir þeirra sem geta ekki borgað, og reyna svo að byggja hérna upp sæmilega heiðarlegt og réttlátt samfélag?
Hvernig væri?
8.1.10
6.1.10
Spjall
Við Freigátan ræðum gjarnan lífið og tilveruna til á meðan Hraðbátur sefur. Eftirfarandi samtalsbrot átti sér stað í gær.
Ég: Hefði forsetinn átt að staðfesta Æseif?
Freigáta: Veistu hvað? Forsepinn, hann dettur bara alltaf af hestinum!
Jahám.
Ég er annars á móti öllum.
Indífens fávitarnir með sína þjóðrembu, upphrópanir og himinhrópandi heimsku. Halda að við fáum endalaust fleiri sénsa á að semja um skuldirnar. Átta sig ekki á því að samkvæmt þessum samningi þurfum við að borga brotabrot, byrja eftir 7 ár og höfum endurskoðunarákvæði eru ef illa gengur hjá okkur. Líklegast fara Bretar og Hollendingar fram á það núna að við borgum allt, og strax.
Og ríkisstjórnin. Nú fer hér allt í voll, og blablabla. Fjármálalífið til helvítis. (Jiminn.) Frjálshyggjutruntan AGS fer!!! (Ég á nú eftir að sjá gallann við það.) Já, og enginn vill lána okkur pening!
Þó fyrr hefði verið, Æseifur eða ekki.
Stjórnkerfið veður spillinguna enn í axlir, hægri, vinstri, áfram og afturábak. Glæpamennirnir eiga viðskiptalífið. Vogunarsjóðir bankana. Enginn verður látinn taka ábyrgð á neinu næstu 80 árin.
Alkinn Ísland er ekki kominn á botninn. Hér er allt vaðandi í svo djúpstæðri vitleysu og óráðsíu að engin stjórnarskipti, engir samningar eða rannsóknir, innanlands né erlendis, duga til að koma hérna upp samfélagi sem byggir á sæmilega réttlátum lögum, stjórnarfari og, ekki síst, hugarfari.
Það þarf að hætta að lána Alkanum Íslandi pening. Þó fyrr hefði verið. Honum fyrir bestu.
Við þurfum að fara að sjá almennilega kreppu hérna. Þá fyrst verður kannski hægt að byrja að moka flórinn.
Ég: Hefði forsetinn átt að staðfesta Æseif?
Freigáta: Veistu hvað? Forsepinn, hann dettur bara alltaf af hestinum!
Jahám.
Ég er annars á móti öllum.
Indífens fávitarnir með sína þjóðrembu, upphrópanir og himinhrópandi heimsku. Halda að við fáum endalaust fleiri sénsa á að semja um skuldirnar. Átta sig ekki á því að samkvæmt þessum samningi þurfum við að borga brotabrot, byrja eftir 7 ár og höfum endurskoðunarákvæði eru ef illa gengur hjá okkur. Líklegast fara Bretar og Hollendingar fram á það núna að við borgum allt, og strax.
Og ríkisstjórnin. Nú fer hér allt í voll, og blablabla. Fjármálalífið til helvítis. (Jiminn.) Frjálshyggjutruntan AGS fer!!! (Ég á nú eftir að sjá gallann við það.) Já, og enginn vill lána okkur pening!
Þó fyrr hefði verið, Æseifur eða ekki.
Stjórnkerfið veður spillinguna enn í axlir, hægri, vinstri, áfram og afturábak. Glæpamennirnir eiga viðskiptalífið. Vogunarsjóðir bankana. Enginn verður látinn taka ábyrgð á neinu næstu 80 árin.
Alkinn Ísland er ekki kominn á botninn. Hér er allt vaðandi í svo djúpstæðri vitleysu og óráðsíu að engin stjórnarskipti, engir samningar eða rannsóknir, innanlands né erlendis, duga til að koma hérna upp samfélagi sem byggir á sæmilega réttlátum lögum, stjórnarfari og, ekki síst, hugarfari.
Það þarf að hætta að lána Alkanum Íslandi pening. Þó fyrr hefði verið. Honum fyrir bestu.
Við þurfum að fara að sjá almennilega kreppu hérna. Þá fyrst verður kannski hægt að byrja að moka flórinn.
4.1.10
Ísland er í lagi!
En mikið hroðalega er að verða leiðinlegt að sjá mismunandi spekinga velta fyrir sér hvað gerist huxanlega kannski ef... eða ekki ef... og allir giska. Eigum við ekki bara að sjá til? Er gúrka eður hvað?
Nei, bíddu nú við, Jemen.
Fokkíng Jemen!!!
Er ekki ansi langt seilst í atvinnubótavinnu fyrir heimska Bandaríkjamenn að brytja niður enn eina þjóð, og byggja alltsaman á þjóðsögunni um Al Kaeda?
Er ekki í lagi?
Þeir eru líklega búnir að gefast upp á Íran. Þeir gætu átt kjarnorkuvopn. Enginn helli í Mið-Austurlöndum nema hann eigi svoleiðis. Allavega kannski. Ekki Jemenar. Þeir eiga Ekkert. Enginn veit neitt um þá. Hægt að ljúga hverju sem er. Vorkennir þessu enginn. Berjum nú aðeins á þeim til að beina athyglinni frá veseninu heima fyrir.
Obama? Siríuslí?
Ég er við að snartjúllast. Búin að fá meira en nóg af Bandaríkjunum. Greinilega alveg sama hver forsetinn er eða hvernig hann er á litinn í þessu skítalandi.
Nei, bíddu nú við, Jemen.
Fokkíng Jemen!!!
Er ekki ansi langt seilst í atvinnubótavinnu fyrir heimska Bandaríkjamenn að brytja niður enn eina þjóð, og byggja alltsaman á þjóðsögunni um Al Kaeda?
Er ekki í lagi?
Þeir eru líklega búnir að gefast upp á Íran. Þeir gætu átt kjarnorkuvopn. Enginn helli í Mið-Austurlöndum nema hann eigi svoleiðis. Allavega kannski. Ekki Jemenar. Þeir eiga Ekkert. Enginn veit neitt um þá. Hægt að ljúga hverju sem er. Vorkennir þessu enginn. Berjum nú aðeins á þeim til að beina athyglinni frá veseninu heima fyrir.
Obama? Siríuslí?
Ég er við að snartjúllast. Búin að fá meira en nóg af Bandaríkjunum. Greinilega alveg sama hver forsetinn er eða hvernig hann er á litinn í þessu skítalandi.
3.1.10
1.1.10
Hmm... Árið framundan?
Ég hefi ferlega litla tilfinningu fyrir ári komanda. Mjög spennandi. Eða mjög leiðinlegt. Annaðhvort. Ég hélt að kínverska árið komandi yrði mér gríðarlega hagkvæmt. Af því að það er ár tígursins eins og ég. En ekki er svo. Vegna þess að ég er veikur viður, og árið komanda hið kínverska er metal. Það þýðir að kínverska árið komanda er eins mikið óhappa og hægt er, fyrir mig. (Væri annað ef ég væri sterkur viður. Sem fer eftir fæðingardegi og fæðingartíma.) Og Rannsóknarskip verður alveg jafnóheppinn og ég. Vegna þess að hann er sterkt vatn. Væri mjög heppinn ef hann væri veikt vatn. Hmmm.
Svo rak ég reyndar augun í að þetta ætti að vera fimmta af sex óhappaárum hjá mér. ... Ókei. Vill reyndar til að síðustu árin þykja mér hafa verið einstaklega dásamleg og ábatasöm á allan hátt. Kannski kínverjar hafi bara annað verðmætamat en ég? Hvar ætli gerist eiginlega þegar kemur almennilegt happaár?
Svo er ég búin að spá í ýmis spil og ráða í hina og þessa forboða. Hvað alheiminn varðar held ég að fátt gríðarlega óvænt gerist á þessu ári. Ég sjálf ætti líklegast ekkert að vera að taka neinar brjálaðar áhættur á hlutabréfamörkuðum... vegna þess að ég er einmitt alltaf svo vön því... heldur vinna bara vel og vandlega að öllusaman og vera ekki að tefla á nein tæp vöð.
Samt virðast vera einhverjir peningar að þvælast í kringum okkur hjónin. En virðast verða okkur mest til bölvunar. Eins og peningar eru jú gjarnan.
Æi, fokkitt.
Ég hlakka til á þessu ári. Allt löngu útplanað og skipulagt. (Það er svona að eiga Rannsóknaráætlun.) Ég veit hvað verður á Bandalaxskólanum og er með valkvíða. Sumarið er meira og minna planað. Leiklistarhátíð og svona. Ég ætla að halda áfram að doktora, hlaupa, spila og syngja. Og held að þetta verði bara gaman. Hvað sem allri óheppni líður.
Ég hef sjaldan vitað jafnmikið um hvað komi til með að gerast á neinu ári eða þessu. Kannski er ég þess vegna óvenjulítið forspá. Óvissuþættir eru hreinlega bara hverfandi.
Gaman aððessu.
Svona lætur maður þegar maður er ekki að halda áramótapartí og nennir ekki að spila póker við fjölskylduna. Sveimér ef maður byrjar ekki bara árið með Stig Larson uppí rúmi.
Gleðilegt ár og góða nótt.
Svo rak ég reyndar augun í að þetta ætti að vera fimmta af sex óhappaárum hjá mér. ... Ókei. Vill reyndar til að síðustu árin þykja mér hafa verið einstaklega dásamleg og ábatasöm á allan hátt. Kannski kínverjar hafi bara annað verðmætamat en ég? Hvar ætli gerist eiginlega þegar kemur almennilegt happaár?
Svo er ég búin að spá í ýmis spil og ráða í hina og þessa forboða. Hvað alheiminn varðar held ég að fátt gríðarlega óvænt gerist á þessu ári. Ég sjálf ætti líklegast ekkert að vera að taka neinar brjálaðar áhættur á hlutabréfamörkuðum... vegna þess að ég er einmitt alltaf svo vön því... heldur vinna bara vel og vandlega að öllusaman og vera ekki að tefla á nein tæp vöð.
Samt virðast vera einhverjir peningar að þvælast í kringum okkur hjónin. En virðast verða okkur mest til bölvunar. Eins og peningar eru jú gjarnan.
Æi, fokkitt.
Ég hlakka til á þessu ári. Allt löngu útplanað og skipulagt. (Það er svona að eiga Rannsóknaráætlun.) Ég veit hvað verður á Bandalaxskólanum og er með valkvíða. Sumarið er meira og minna planað. Leiklistarhátíð og svona. Ég ætla að halda áfram að doktora, hlaupa, spila og syngja. Og held að þetta verði bara gaman. Hvað sem allri óheppni líður.
Ég hef sjaldan vitað jafnmikið um hvað komi til með að gerast á neinu ári eða þessu. Kannski er ég þess vegna óvenjulítið forspá. Óvissuþættir eru hreinlega bara hverfandi.
Gaman aððessu.
Svona lætur maður þegar maður er ekki að halda áramótapartí og nennir ekki að spila póker við fjölskylduna. Sveimér ef maður byrjar ekki bara árið með Stig Larson uppí rúmi.
Gleðilegt ár og góða nótt.
31.12.09
2009

Síðan var haldið í bæinn að gera byltingu, við undirleik búsáhalda.
Svo urðu yngri börnin 1 og 3ja ára.
Móðurskip vann á Bjartinum alla byltinguna og fram undir vor. Kláraði svo M.A. gráðu hina síðari og fór með hana á atvinnuleysisbætur. Fór á leikritunarnámskeið í Færeyjum í maí og í Svarfaðardal í júní. Það var gaman. Ákvað í framhaldinu að missa 20 kíló. Verkefni sem nú er hálfnað með dyggri aðstoð félaganna hlaupa og Herba. Hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. Sem telst óneitanlega til stórtíðinda.
Ákvað um svipað leyti að fara í doktorsnám og rannsaka samfélagsádeilu í leikhúsi fyrir og eftir hrun. Og byrja líka að læra til trúbadors. Bæði verkefni eru í farvegi.
Rannsóknarskip var í feðrunarorlofi fram á sumar. Hóf síðan á ný að kenna í skóla Haganna með haustinu hvar Smábátur hóf einnig nám eftir að hafa lokið námi við Vesturbæjarskólann um vorið. Una feðgar hag sínum vel á þeim bænum, að mér heyrist.
Í haust hóf Hraðbátur nám sitt, settist á leikskólabekk í smábarnaleikskólanum Sólgarði, sem er háskólaleikskóli. Hann kann gríðarlega vel við sig, en missti heilmikið úr síðla haustmánaða sökum langvinns heilsuleysis, sem þó snöggskánaði þegar rörabúnaður var lagður í eyru honum.
Freigáta hélt áfram á Drafnarborg og hefur verið hraust allt árið og hinn mesti dugnaðarforkur. Að loknu sumarlayfi flutti hún af litludeild yfir á stórudeild og vonandi fær Hraðbátur pláss á sömu stofnun á hausti komanda.
Hvað gerðist fleira?
Allir uxu heilmikið. Nema Móðurskip sem óx og minnkaði svo heilmikið aftur. Og vonast eftir frekari rýrnun á komandi mánuðum.
Á leikvígstöðvunum lék Smábáturinn frumraun sína, ja svona allavega í fullri lengd, með Hugleiknum. Móðurskip aðstoðarleikstýrði hinu sama verki, Ó þú, aftur, sem sýnt var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins síðasta vor. Eitthvað meira var nú sjálfsagt einþáttungast... ég bara man það ekki, nema hvað við hjónin áttum bæði þætti í jóladagskrá Hugleiksins nú í desember.
Sumrinu var varið í austrinu og norðrinu að venju.
Þetta er nú allt í belg og biðu hjá mér.
Sennilega var þetta bara frekar venjulegt ár, svona innan heimilis. Ef ekki væri til sjónvarp og internet hefðum við ekkert tekið mikið eftir neinni kreppu, sosum. Ekkert minni peningar en venjulega, bara.
En samkvæmt kínverskri stjörnuspeki verður komandi ár arfaskítt hjá okkur hjónum báðum. En það byrjar ekki fyrr en 14. febrúar, svo, den tid den sorg.
Árið komanda hefjum við á Egilsstöðum, undir fullu tungli og rakettureyk.
Gleðilegt, ár, takk fyrir það gamla. Og allt það.
28.12.09
Hlandfata ársins?
Voða væmið alltaf þetta „Maður ársins.“ Þessi er búinn að standa sig svoooo veeeel... bleblebleeee. Allir í fyrirframnostalgíu og vellingi. Afsakið meðan ég æli.
Starta hér með annari kosningu og miklu meira spennandi.
Hver er Hlandfata* ársins?
* Hlandfata: (skv. orðabók Hálfvitanna) leiðinlegur OG óheiðarlegur einstaklingur. (Annaðhvort er ekki nóg.)
Af nógu að taka!
Einhver?
Starta hér með annari kosningu og miklu meira spennandi.
Hver er Hlandfata* ársins?
* Hlandfata: (skv. orðabók Hálfvitanna) leiðinlegur OG óheiðarlegur einstaklingur. (Annaðhvort er ekki nóg.)
Af nógu að taka!
Einhver?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)