Búin að rýna í einþáttungaprógramm Veru á Fáskrúðsfirði og kjafta um það í útvarpið. Þangað til það er búið að sendast út eru varir mínar síld.
Stend frammi fyrir þeirri undarlegu aðstöðu að ég er ekkert skipulögð í neitt nytsamlegt um helgina. Silla formaður er hins vegar búin að bjóða mér í mat í kvöld og svo eru Nanna og Jóngeir víst að mæta á svæðið. Sé fram að að þurfa að rifja upp hvernig félagslíf fer fram... mjöög spennandi.
Svo er það náttúrulega bílskúrinn og ritgerðin og leiðaraskrif í Gletting. Þar sem leiðari síðasta tölublaðs fjallaði um það hversu miklu klárari Héraðsmenn eru heldur en Fjarðabúar til ritstarfa, og enginn varð brjálaður, þá held ég að svoleiðis fyrirbæri geti fjallað um nánast hvað sem er. Það les þetta greinilega hvortsemer enginn.
Og í dag virðist ekki ætla að koma dagur á Austurlandi. Ég var eiginlega alveg búin að gleyma því hvað heimskautamyrkrið getur verið niðurdrepandi.
21.11.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli