Jóla!
Jólafílíngurinn að grípa um sig út um allt. Af því tilefni, veit einhver hvort jóladiskur Dr. Tótu er að koma út? Einhvernveginn finnst mér að ég hafi einhvers staðar heyrt eitthvað um að hún væri að vinna hann, en kannski er það bara della úr mínu sjúka ímyndunarafli.
Allavega, nú fer að koma rétti tíminn til að horfa á allar uppáhalds jólamyndirnar sínar, The Nightmare Before Chrismas, The Muppets Chrismas Carols og Gremlins. Þarf endilega að fara að gá hvað hann Kiddi á Vídeóflugunni á af þessu.
Og, ég er að fá kallinn minn í heimsókn! Jihúúúúú! Hef 3 tíma til fegrunar... jæks... gerir trúlega ekkert mikið gagn. Óvell, við skulum bara vona að hann hafi eitthvað tapað sjón síðan myglulegt vetrarútlit skall á.
Og á morgun er lokasýning á Gaukshreiðrinu. Mikið verður nú gaman þegar það verður búið. Ekki að það hafi verið neitt leiðinlegt, það er bara komið nóg.
Ég er að þróa kenningar um að fyrirbæri sem heitir "nándarfíkn" reki marga úti í leikfélagastarfsemi. Nándarfíkn lýsir sér m.a. í því að menn þróa með sér ógurlega gerfitengsl við hverja uppsetningu og fólkið sem er í henni og fá síðan út úr því að vera í einhverjum tilfinningalegum rússíbana í kringum sýningarlok. Þetta er svona svipað því að eiga ímyndaðan vin, í fólki sem maður þekkir fæst nokkurn skapaðan hlut.
Ég held að þetta sé sjúkdómur sem vel væri þess virði að rannsaka. Þetta hlýtur að vera óhollt og trufla fólk við alvöru tengslamyndun í lífinu. Set sálfræðinginn systur mína í málið.
14.11.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli