29.1.04

Var búin að ranta langan pistil um Íraksstríðið sem síðan leiddi út í argasta kommúnisma og fyrirlitningarhjal um peningatrú, nenni ekki að birta hann. Finnst ég vera að endurtaka bæði mig og marga aðra. Liggur hvortsemer allt í augum uppi.

Í staðinn langar mig að fjalla um sameiningu fyrirtækja. Í miðborg Reykjavíkur þarf maður að fara í eina búð til að kaupa garn. Síðan aðra til að kaupa efni. Þá þriðju til að kaupa tölur. Ef mann síðan vantar eitthvað annað, svsem hamar og nagla, þarf maður að fara eitthvert út í sveit þar sem byggingarvörurnar eru geymdar. Og svo framvegis, og svo framvegis. Á Egilstöðum er Kaupfélag. (Er reyndar ekki lengur Kaupfélag, heitir eitthvað allt annað í dag, en það man enginn.) Þangað er hægt að fara til að kaupa garn OG efni OG tölur OG föt OG mat og allt annað sem maður gæti huxanlega þurft að nota, nema það sem fæst í byggingavörudeildinni við hliðina.

Ég er semsagt hlynnt samruna fyrirtækja og finnst hann ekki ganga næstum nógu hratt hér í nafla alheims. Ég vil heldur geta fengið allt á einum stað heldur en að hafa "frelsi ti að velja". Lifi fákeppnin!

Engin ummæli: