21.10.04

Ég er búin að vera að huxa soldið um væntingar.

Það hefur einhvern veginn verið þannig, allt mitt líf, að ég hef alltaf hlakkað ógurlega mikið til. Gert mér himinháar væntingar um allan skrattann. Sjaldnast hefur síðan nokkuð staðið undir þeim, ég hef hjólað ofan í hitaveitubrunna, dottið á andlitið, bæði bókstaflega og metafórískt, með allt mögulegt í mínu lífi.

Foreldrar mínir lögðu sig í líma við það allan minn uppvöxt að reyna njörva niður í mér bjartsýnina og koma mér niður á jörðina. (Og gera jafnvel enn.) Væntanlega til þess að forða mér frá vonbrigðum, þá og í framtíðinni.

En allt kemur fyrir ekki. Ég harðneita að "búast við því versta og vona það besta".
Enda finnst mér það kjánaleg speki. Ef allur heimurinn fer á versta veg, er það þá þægilegra ef maður hefur búist við því? Minna vont? Segir maður þá, "Sjitt. Eins gott að ég bjóst við þessu..."? Er maður þá ekki bara búinn að eyða fullt af tíma í að "búast við því versta" til að vita það áður en það gerist...?

Enda, hvers vegna að reyna að forðast vonbrigði? Fokköppin finna mann alltaf, svona annað slagið. Með sæmilegum lífsviðhorfum geta þau orðið manni til þroska og innblásturs.

Líf án vonbrigða er líka eins og illa skrifuð skáldsaga. Byrjar vel, endar vel og þess á milli gerist fátt athyglivert.

Hef allavega huxað mér að halda áfram að búast ekki við neinu öðru en hinu allra besta, hvern einasta klukkutíma á hverjum einasta degi. Hef ekki huxað mér að missa af því að detta ofan í einn einasta hitaveitubrunn.

Þetta var heimspeki daxins.

Engin ummæli: