20.10.04

Vér heilsum með kátu geði á þessum skjólfríða degi á vetri komanda.

Ástæða kæti vorrar er fyrst og fremst dásemdarlagið sem fannst í nýja símanum mínum og var sett sem sem vekjunarhljóð. Nú verða allir dagar kátir á meðan símtæki þetta verður við lýði.

Einnig er runninn upp dagur undirritunar kaupsamnings, bjartur og fagur með minna roki, og er það vel.

Ennfremur dagur plöggs. Fer á eftir í ferðalag um miðbæinn til að hengja upp veggspjöld í tilefni af stuttverkahátíðinni Margt smátt sem haldin veriður í Borgarleikhúsinu á laugardaginn komanda kl. 20.00. Þar verða sýnd 11 stuttverk frá ýmsum félögum bandalaxins og er það mín trú og vissa að það verði bezta skemmtan. Miðaverð kr. 2.100 og miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins.

Tóm gleði, hamingja, annríki og taugadrulla, þó án teljandi geðbólga.

2 dagar í fyrirhugaða afhendingu íbúðar og... kannski fleirs.

Engin ummæli: