18.10.04

Ljómandi brjáluð helgi.
Fór á ölstofur með kumpánum mínum.
Og nú er kominn vetur. Það er ískalt í gegnum merg og bein þó maður fari í öll fötin sem maður á.
Er komin í vinnuna, án þess að vera alls kostar vöknuð.
Faðir minn elskulegur er í bænum, mikið kátur yfir kosningasigri kommúnista fyrir austan. Í kvöld ætlum við systur að samfagna honum.

Í dag ætla ég að klára að vinna fundargerð haustfundar og fara síðan heim og byrja að taka til/pakka niður herberginu mínu, í trausti þess að afhending íbúðar minnar verði á föstudag eins og umtalað var. Ó hvað ég vona það, kemst sennilega að því við undirritun kaupsamnings á miðvikudag.

Það er annars svo hryllilega kalt úti að ég er að hugsa um að hafa vetursetu hér í vinnunni og fara ekki aftur út úr húsi fyrr en vorar.

Engin ummæli: