Bifreiðar eru verkfæri Satans
Skammi mig hver sem vill fyrir að hafa verið svo vítlaus að hafa samþykkt að fara með bílgarminn upp í Brimborg fyrir klukkan 8 að morgni, ljóslaus, um vetur. Brimborg er í Höfðahverfi sem er eins og allir vita forgarður Helvítis, sérstaklega þegar allt geðvonda fólkin er á leiðinni í vinnuna. Geðvonda fólkið tók samt ótrúlega vel eftir og þótti rétt og skylt að láta mig reglulega vita af ljósleysi vagns míns með tilheyrandi blikkingum.
(Skarpir hefðu nú huxanlega áttað sig á því að villingar miðbæjarrottuvagns með U-númeri í nágrenni allra bílaumboða í heiminum væru huxanlega tilkomnar vegna kunnugleika eigenda um vandamálið...)
Diskóljósaleikur allra sem ég mætti gerði það hins vegar að verkum að ég sá ekki rassgat og náði að villast vel og lengi um andstyggilegasta hverfi í heimi áður en ég gat skilið drossíuna eftir í öruggum höndum fagmanna.
Tók Strætisvagna Reykjavíkur í vinnuna. Besti ferðamáti í heimi.
4.11.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli