3.11.04

Maður bara má ekki breggða sér af landinu og þá er allt orðið brjálað.
Kennaraverkfall búið og alveg að byrja aftur (heyrist mér).
Gos í Grímsvötnum og gosmökkur yfir hálfum heiminum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum brostnar á... spurning hvort þeir kunna að telja í þetta skiptið.
Og bara allt vitlaust, eftir áralanga gúrkutíð.

Og svo urlað að gera hjá mér að ég má ekki einu sinni vera að því að mynda mér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut, hvað þá að tjá mig.

Huxa að ég geri frekar formlegt rapport af Færeyjadæminu, með einhverjum spekúleringum um Norðurlandasamstörf, sem ég set síðan sennilega bara á leiklist.is. Fyrst verður nú samt fundargerð haustfundar að fara þangað, klára hana um leið og lát verður á pantanaflóðinu sem æðir hér yfir allt eins og hvert annað Skeiðarárhlaup. Hef ekki ennþá náð að koma nálægt Memento Mori. Það er eins og mig minni að það hafi átt að verða minna að gera hjá mér í nóvember... held það sé eitthvað að klikka.

Íbúðin mín er ennþá eins og eyðimörk. Þar inni er einn stóll, ostaskeri, endalausar birgðir áfengis (sem ég má aldrei vera að því að drekka) og stundum ég. Er búin að vera að reyna að stemma stigu við húsgagnaleysi með því að dreifa prjónadótinu mínu markvisst um allt. Stefni á að ræna geymslur systra minna um helgina.

Engin ummæli: