5.11.04

Bush segist ætla að sameina Bandaríkjamenn...

Ég man ekki betur en að einu sinni hafi einn ágætur ætlað að sameina Þjóðverja. Sá var líka stríðshneigður byrjaði líka á því að fá samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir árásum og yfirtökum. Svo hætti hann að fá aðgerðir sínar samþykktar, en hélt samt áfram leggja undir sig eitt og annað. Einn daginn var síðan mælirinn fullur, þegar hann réðist inn í Pólland.

Íslendingar komu reyndar ágætlega út úr því stríði, með fulla vasa af tyggigúmmí og fullar hendur fjár og þennan fína flugvöll... Er hins vegar hrædd um að í heimstyrjöld komandi séum við öfugu megin. Komum sennilega ekki út úr henni með neitt nema nokkra kjarnorkuvetur og enga leið til að komast úr landi, nema kannski bát.

Eftir þá skemmtilegu tilviljun að myndband Osama skyldi einmitt vera birt í heild sinni á kjördag í Bandaríkjunum fer síðan ekki hjá því að maður finni fnyk. Ég hef lengi alið með mér þá samsæriskenningu að Bush og co. hafi sjálfir staðið fyrir árásinni á Tvíburaturna og látið líta svo út sem al-Kaída hafi verið að verki. Eftir að ég sá Fahrenheit 9/11 held ég að málið sé jafnvel flóknara.
Sennilega er bin Laden í felum í Hvíta húsinu, og öll hans fjölskylda. Á launum hjá kosningasjóði Bush. Það þarf jú að halda ógninni við svo það sé hægt að halda áfram að berja á öllum vondu Aröbunum.

Í síðasta stríði voru það gyðingar.

Spurning komandi ára er síðan, hvert verður „Pólland“ Bush? Hvenær missa Sameinuðu þjóðirnar þolinmæðina og byrja að árása, með Frakkland og Mið-Austurlönd í fararbroddi?

Ég held að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé ekki hátt verð að borga fyrir að þurfa ekki að taka þátt í þeim hildarleik.

Vona að ég þurfi aldrei að segja "told you so" í þessu samhengi.

Engin ummæli: