24.11.04

Eyddi deginum í búðum. Misgeðvond. Smá yfirlit yfir hverjar þeirra henta geðvondum og hverjar EKKI.

Sjónvarpsmiðstöðin er dásamleg búð. Það eru yndislegir sölumenn sem hafa fullan skilning á því ef maður vill tæknivæða íbúðina sína fyrir lítið. Eru ekki að reyna að selja manni neitt sem maður hefur ekki efni á og maður þarf ekkert að bíða eða hanga. Og þeir eru með heimsendingarþjónustu á sjónvörpum fyrir litlar og bakveikar konur. Hreinasta dásemd.

Síminn er annað mál. Ég hef þurft að eiga mikil samskipti við símabúðir, bæði Símans og Og vodafone undanfarið út af alls konar símaævintýrum og áður en maður fer inn í svoleiðis þarf maður að sækja frönsku biðraðaþolinmæðina. Maður þarf að bíða í hálftíma minnst. Sama hvenær dax maður er á ferðinni. (Enda var ég næstum búin að hjóla í unglingsgreyið sem ætlaði að reyna að troðast fram fyrir mig í röðinni.) Svo þegar maður loxins kemst að er yfirleitt ekki hægt að afgreiða það sem maður ætlaði að fá (breiðbandið var "ekki til") og starfsmenn geta lítið leiðbeint manni. Um, t.d. hvernig internet maður á að fá sér. Skítapleis.

Rúmfatalagerinn er... misjafn. Ég hef verið að þvælast uppi í Holtagörðum, stundum þarf maður að bíða smá þar og svo er líka ekkert alltaf allt til sem mann vantar. Rúmfatalagerinn í Skeifunni er hins vegar allt annað mál. Þar fæst allt og hægt að leika sér klukkutímum saman, ef maður þorir þangað. Persónulega er ég með ofnæmi fyrir Skeifunni. Ég veit aldrei í hvaða átt ég má keyra eða beygja, lendi alltaf í vandræðum með að finna búðirnar sem ég er að leita að og þegar ég finn þær á ég alltaf í vandræðum með að finna stað fyrir bílinn.

Húsasmiðjan úti á Granda er líka snilldarbúð. Hún er opin lengi og um 7-leytið á kvölin er næstum enginn þar. Þar fæst allt sem maður getur þurft að nota, svo sem hamrar og naglar og súperglú.

Ég sem sagt bætti mjög rækilega við draslið í íbúðinni minni í gær og nú er eins og Annþór hafi komið þar við. Svo fór ég að leika mér með súperglú í gær, ætlaði að líma saman ýmsa skrautmuni sem hafa orðið fyrir hnjaski í flutningunum. Var reyndar svo mikið að horfa á nýja sjónvarpið mitt að ég límdi aðallega saman á mér puttana og gleraugun við hárið.

Í dag þarf að taka til. Ójamm.

Engin ummæli: