25.11.04

Ég er ekki manneskja til að gera leikskáldin ómerk orða sinna. Svona almennt.

Mér gengur samt illa með setningurna "Hell hath no fury like a woman scorned." Fjúrían er bara svo gífurlega fljót að gufa upp eftir hvert Scorn, að það er eiginlega vandræðalegt. Ég hef gripið til þess ráðs að setja fótboltalið Scornara á svartan lista. Og fagna svo ógurlega þegar þau tapa. Nýlega bættust Liverpool og FH þannig á lista sem fyrir innihélt Tottenham og Glasgow Celtics.

(Og það breytir engu þó rannsóknarskipið sé líka í flota Liverpool. Ef lið eru á listanum, þá bara eru þau það. Óafturkallanlega.)

Um daginn komst ég síðan að því, mér til mikillar kæti, að undirmeðvitundin hjálpar til við þetta verkefni. Þegar ég kom heim með sjónvarpið mitt og DVD-spilarann, eftir að hafa keypt frekar randomlí, þá tók ég eftir því að hvorutveggja var af tegundinni United.

Múhahahaha!

(Þetta skilja sennilega bara þeir sem vita hverjir eru erkifjendur hverra í enska boltanum, en örlög annarra eru bara að skilja ekki málið.)

Engin ummæli: