24.11.04

Ætlaði að bíða þangað til á morgun með að plögga, en, fyrst ég hef tíma.

Á morgun verður frumsýnt nýtt verk hjá Hugleik/Leikfélagi Kópavogs. Það heitir

Memento Mori

Mér verður eiginlega frekar orða vant þegar ég á að fara að plögga það og lýsa. Finnst ég eiginlega vera hálfgildings ódómbær, en held samt að ég sé búin að verða vitni að einhverju ótrúlegu fæðast þarna undanfarnar vikur. Til marks um það:

- Ég vildi gjarnan eiga meiri heiður af þessari sýningu en ég síðan reyndist koma í verk. (Nokkrar setningar í handriti sem sennilega eru teljandi á fingrum annarrar handar.) Það er bara... eitthvað við þetta.

- Ég er búin að fylgjast með æfingum, eins og ég hef getað, og hef séð nokkur rennsli í nokkurn veginn fullum skrúðum núna undanfarið. Skemmst frá því að segja að það hafa verið með betri klukkutímum lífs míns. Ætla að sjá generál núna á eftir, frumsýningu á morgun og væri til í að sjá allar sýningar sem sýndar verða á þessu verki. Það er bara... eitthvað við það.

- Í hvert skipti sem það er að fara að byrja rennsli þá hlakka ég til. Svona eiginlega alveg eins og þegar ég var 5 ára og afmælið mitt var alveg að fara að byrja. Eða jólin. Eins og ég segi... það er eitthvað... við það.

Tekið skal fram að ég hef næstum aldrei nennt að sjá sýningar oft, ekki einu sinni þær sem ég hef skrifað sjálf.

En þessi, já, það er eitthvað... við hana.

Mæli allavega með henni. Held þetta sé örugglega eitthvað... merkilegt.

Engin ummæli: