27.9.05

Aftur í tímann

Var að lesa mig upp á Jódísarbloggi og sá m.a. að fyrir nokkru hefur hún sett inn mynd af sjálfri sér nýborinni og Heiðu systur sinni alveg að fara að. Mér alveg krossbrá. Þær voru svo litlar! Og mér sem fannst við allar vera orðnar alveg rígfullorðið fólk, þarna fyrir 13 árum eða svo.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha alveg pinku ponsu.... Gæti jafnvel flokkast sem ólöglegt, en varðandi óléttuna þá var hún alveg það auðveldasta skal ég segja þér! Upplífgandi? hmmmm ekki það? En það er allavega alveg á tæru að það er miklu þægilegra að láta afkvæmið sparka í sig innanfrá frekar en að utan hehe, gangi þér vel engillinn minn... Les þig oft og þú gætir alveg skírt krílið Hillerius í höfuðið á þér, því þetta er oft drepfyndin lesning...;)

Spunkhildur sagði...

Svo maður sé nú ekki að draga úr þér kjarkinn þá hófst þarna ferli offitu og þunglyndis og sér ekki enn fyrir endann á því. Fæðingin sjálf er drama sem amrískar myndir jafnan oftúlka. "Kraftaverk nýs lífs" er jafn sjarmerandi og niðurgangur.Annars er þetta ljómandi gaman að vera foreldri. Hlakka til að verða amma.

Sigga Lára sagði...

Já, ég er algjörlega að reikna með bæði þunglyndinu og offitunni og er helst að huxa um hvort maður getur ekki pantað tíma hjá geðlækni, zoloft og samtalsmeðferð fyrirfram.
Það er nefnilega ekki hlaupið að því að grípa réttri hendi í rassgatið á sér þegar allt serótónín er horfið úr heilanum.
Er búin að setja alla í kringum mig á varðberg um að manhandla mig til læknis hið snarasta ef ég fer að sýna minnsta vott um geðbólgur.
Er meira á því að sætta mig bara við offituna. Nenni hvort sem er alveg pottþétt aldrei að gera neitt í henni.

Berglind Rós sagði...

Gott plan :-)

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr, nei það er sko ekki gaman að vera ólétt, sérstaklega ekki í þriðja skiptið :) Siggu Láru verður nú farið það hlutverk að finna upp aðrar aðferðir við að fjölga mannkyninu. Ég skal leggja fram 1000 kall í tilraunakostnað. Annars, til hamingju með að vera ólétt! Hlakka til að heyra meira um tilvonandi barn, kv. Lilja.

Nafnlaus sagði...

Sigga Lára þú hefur verið....


******BAUGS BLOGG BANNNNAÐUR*****

1. Ef þú Bloggar um Baugsmálið eftir að hafa BAUGSBLOGGSBANNAÐUR

Þarftu að að gera eitthvað af eftirfarandi:

1. Bjóða á barnum næst DOBBLE

2. Ganga nakinn eða lítt klæddur um næstu verslunargötu

3. Skrifa 100 sinnum á Bloggið þitt ég braut ** BAUGSBLOGGSBANNIÐ