28.9.05

Jah... mik... helv...

Þá veit maður hvernig tilfinning það er að vera næstum 70 kíló. Hef aukið eðlisþyngd talsvert undanfarin mánuð. Sem er merkilegt, þar sem ég er víst ekki með neitt blóð. Þetta eru sumsé bara 70 kíló, dræ. Lofaði ljósmóðurinni að éta allskonar grænmetisviðbjóð. Menn mega geta einusinni hvort ég ætla að standa við það.
Og í framhaldinu gekk sjúkraþjálfarinn frá mér.

Er annars afar hrifin af leikhópnum sem er að myndast í kringum Jólaævintýrið. Hann er hreinasta snilld. Nú er bara að klára að skrifa leikritið, svona fram yfir helgi.

Kom heim, leikæfing í stofunni. Rannsóknarskipið kemur til með að fara á kostum í Þjóðleikhúskjallaranum um þarnæstu helgi, heyrist mér. En þetta fer að verða annnsi löng og þreytandi vika. Eitthvað eru nú battríin ekki alveg að hlaða sig eins og venjulega. Sennilega verður mar bara að fara að láta sig hafa helv... spínatið.´

(Man þá tíð, fyrir ekki mörgum mánuðum síðan, að ég gat vikur saman af æfingum hvers kvölds og oftast bjór á eftir og lítið sof og bara alltílæ. *Andvarp* Jæja, það kemur vonandi aftur einhverntíma.)

4 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Það er til járnmixtúra í apóteki sem er úr sólberjasafa. Fullt af c-vítamíni (hjálpar til að vinna járnið) og bara alveg ótrúlega alls ekkert vont á bragðið. Og enga mjólk í hálftíma á eftir (ef ég man rétt).

Sigga Lára sagði...

Elllskan mín, búin að vera að bryðja járn og c í kílóavís daglega síðan í fyrstu blóðprufu. En það virðist ekki duga til, þar sem þetta fer allt niðurávið með hverri skoðun. Það á að athuga "járnbindigetu" sem er nokkuð sem ég hélt að byggingariðnaðarmenn einir hefðu.

Litla Skvís sagði...

Svona er þetta þegar orka eins manns fer í tvo... hundleiðinlegt alveg!

Nafnlaus sagði...

Rétt bráðum ertu komin með hina ýmstustu kvilla, glútenóþol og allskyns.

... og mundu að taka backup