klofið á mér. Eða kannski heldur að detta niður í gegnum það.
Þarf að sætta mig við tvennt:
a) Ég stend útúr næstum öllum fötunum mínum.
b) Ég get ekki lengur labbað í vinnuna.
Ræð bara við Laugaveginn niður á við. Ligg annars mest eins og afvelta grindhvalur. Sem er reyndar mjög skrifhvetjandi og samhöfundar mínir eru farnir að óska mér sem mestrar gliðnunar.
Í kvöld ætlar Rannsóknarskipið mitt að taka Smábát með sér á kynningu starfsvetrarins í Þjóðleikhúskjallaranum til að ég komist í grindkvalasund. Fyrst hafði ég samviskubit yfir því að ég skyldi vera að verða til þess að barnið lenti á öldurhús, en svæfði samviskuna síðan með þeim rökum að þetta yrði snar og góður þáttur í menningarlegu uppeldi Drengs. Enda má ekki við svo búið standa í heilsufari húsfrúarinnar, eigi hún ekki að verða farlama innan ótrúlega skamms.
Annars er svosem margt verra til í heiminum heldur en að verða kyrrsettur með tölvuna á bumbunni í nokkra mánuði. Og Hugleikur á hjólastól til að koma mér á æfingar... Einhvertíma hefði manni nú þótt þetta draumastaða... Ég treysti bara ekki Ármanni til að taka við vinnunni minni á meðan hann er enn staðsettur á Sauðárkróki, þó hann sé nú fjölhæfur.
Best að gluða einhverjum fyndbjóði í leikritið góða.
6.10.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Viðeigandi að hafa smábátinn Róbert RE þarna með. Eða er ÉG kannski að verða þess valdandi að barnanginn endar á öldurhúsi ... eins gott að það sjái mig enginn þarna eða frétti af þessu ...
Uppeldi barnsins og starfsheiðri leikstjórans borgið. Rannsóknarskipið reyndist eitthvað hafa misskilið tímasetningar (tími, annar en akkúrat þá stundina, er ekki hans sterkasta hlið) og Grindkvalurinn verður kominn heim áður en hann heldur út á galeiðuna. Sem þýðir aftir að Smábátur verður rekinn í rúmið, eins og venjulega, alveg bláedrú, á næstum alveg venjulegum tíma.
Já þú varst eitthvað að spyrja um þessa Frakklandsmaníu... okkur datt semsagt bara í hug að selja íbúðina og leigja okkur hús í litlu þorpi í Frakklandi í svona 2 ár... flytjum að öllum líkindum í lok nóvember! Verðum rétt hjá Lyon í litlu þorpi sem heitir Meximieu (Meximjö) :) Vonandi gengur óléttan vel en eitthvað sýnist mér á skrifum að þú hafir verið kyrrsett???
Mjög sniðugt. Flutti einu sinni til Frakklands smá. Er að berjast gegn kyrrsetningu með kjafti og vatnsleikfimi, en er búin að vera með grindverk frá því næstum fyrir getnað. :-( Það sökkar... en venst samt.
Skrifa ummæli