...svo sannarlega gleðidagur, eða hvað?
Vissulega er ég búin að hlakka til í grindverknum, að vera marflöt heima hjá mér á kvöldin, alveg samviskubitslaust. En einhver fráhvörf eru nú samt í manni. Er búin að gera fullt af því sem ég hef verið að trassa. Hitta ömmu mína að westan, sem er nýuppskorin í bænum. Búin að þrífa bæði baðherbergin, taka helling til hér og þar, ganga frá einhverjum þvotti og þvo meira af svoleiðis... og síðast en ekki síst, tala við Togga um hvort sama höfundagengi ætti ekki að reyna að skrifa meira.
Um það erum við 50% gengis allavega heilt sammála.
Allavega, allt gekk ljómandi vel í gærkvöldi og mér heyrðust menn heilt yfir vera ánægðir. (Enda, hver myndi svosem kunna við að segja annað við höfund á frumsýningarkvöld ;-) Og þetta var náttlega bara alltsaman geðveikt. En næst þegar ég leikhúsa ætla ég að vera hætt að vera með grindverk. Það fer illa saman. Og þá ætla ég líka helst að geta bjórað smá...
20.11.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Til hamingju fallegi framsetti höfundur með frumsýninguna, vona að grindverkjum fari að linna og jólastuð að detta inn í staðinn!
knús Halla
Við Siggi vorum eitthvað að spá í að eðlilegt framhald af þessari leikgerð væri leikgerð af Grettissögu.
Þar sem hinn Hugleixki senuþjófur Grettir er í aðalhlutverki? Brúðusýning?
Hiklaust. Glámur er svo örugglega til einhverstaðar í leikmunasafni RÚV.
Ég styð allavega þá tillögu að sama gengi skrifi fleiri handrit. Og þótt fólk gefi kannski jákvæð komment í fyrir kurteisissakir eru engar líkur á að heill salur geri sér upp tveggja klukkutíma hláturskrampa af almennilegheitunum einum saman. Enn og aftur til lukku!
Innilegar hamingjuóskir með frumsýninguna! Ég heyrði bara góðar sögur af henni og ætla sko að reyna að komast með stóru stelpuna mína á sýningu hjá ykkur.
Skrifa ummæli