Jæja. Þá er lyfjaþokunni nú eitthvað að byrja að létta. Við erum búin að vera svaka upptekin af nýja dótinu okkar. Hún kunni ýmislegt fyrir sér strax frá fæðingu. Eins og t.d. að öskra alveg eins og stunginn grís og notar það óspart. Hún virðist hafa þolinmæði móður sinnar, hlutir skulu gerast núna eða strax og engar refjar. Annars ferst heimurinn. Á öðrum degi lærði hún að sofa, en bara að deginum til. Nú er þriðji dagur og verið að vinna í því að kenna henni að vaka á daginn og þá fáum við kannski að sofa í nótt. Það væri nú skemmtileg nýbreytni.
Ég er annars sjálf voðalega eymingjaleg, get lítið hreyft mig ennþá og veit ekkert mikið. Horfir þó allt betur með hverjum deginum. En þeir sem geta hamið forvitni sína mega þó fresta heimsóknum um sinn. Myndir birtast hér um leið og ég get setið við Árnatölvu.
31.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég veit að það er erfitt að trúa því núna, en þetta á eftir að lagast. Ég var alla vega þannig, mér fannst að ég myndi alltaf verða svona, og varð eiginlega bara hissa þegar ég fattaði einn daginn að ég gat gert allt þetta sem maður þarf að gera án þess að finna neitt til :-) Gangi ykkur vel með svefninn, það kemur líka á endanum. Ég reyni að hemja forvitni mína og bíð hriiiikalega spennt eftir myndum.
Ég skal reyna að hemja mig og hoppa ekki upp í næstu vél ;)
Mundu eftir vatnsglasinu!!!!!
Þú færð þinn átta tíma svefn elskan. Bíddu bara í svona tólf-fjórtán ár og þá kemur þetta allt. Þá geturðu sofið í eitt tvö ár rólega á næturnar þangað til að þú ferð að vaka eftir unglingunum fram eftir morgni...
Velkomin í hið sásamlega foreldrahlutverk þar sem svefnlyf og róandi eru daglegt brauð!!!
Tíhí
bestu sygzhymi
Eg personulega maeli med sturtuhausnum i stadin fyrir vatnsglas ;) Mjooog soothing (af thvi ad eg kann ekki lengur islensku).
Kv. Svandis smekklega.
P.s. Held eg se ad tala um thad sama og Ylfa.
Æ já þetta er ósköp strembið til að byrja með, tala nú ekki um ef þau taka upp á því að vaka allar nætur! Neinei, hún ætlar ekkert að gera það, sefur vonandi vel í nótt!Ég skal taka hana í fóstur og kenna henni það ef illa gengur!
Já, sturtuhausinn er gagnlegur ef hann nær alla leið á klósettið ;)
Einnig ef hann er ekki þeirri ónáttúru gæddur að hafa mjög stríða bunu. ÞAÐ er VONT! Nánast óbærilega liajjp!!!
Bara setjast a badkarsbrunina og hafa litinn straum a vatninu. Jummy.
Svandis
svona hættiði þessum helvítis tepruhætti og undirrósatali, það er þekkt staðreynd að stór hluti kvenna neyðist til að míga í sturtunni eða baðkarinu viku til tvær eftir fæðingu vegna þess að það er helvítinu verra að míga á saumana. og það er bara einn af þessum hlutum sem karlmenn og fæðingarhræddar konur hafa gott af að vita...
Skrifa ummæli