5.2.06

Plögg!

Hugleikur verður með Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaxkvöldið næstkomandi og hefst skemmtanin klukkan 21.00. Meðal efnis verður einþáttungurinn Gegnumtrekkur eftir okkur ömmu mína fyrir Westan. En þar með telst hún til nýrra Hugleixhöfunda og hefur gott af því. Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason. Ég ætla sjálf að mæta, ef ég mögulega meikaða, og hlakka mikið til að sjá afraxturinn og ekki síður til að heyra í ofurgrúppunni Ripp Rapp og Garfunkel sem ég hef mikla trú á að sé skemmtileg.

Af heimavígstöðvunum er það helst að frétta að barnið gerði heiðarlega tilraun til að éta mig upp til agna með því að vera á spena í alla nótt. Það virðist hafa borið einhvern árangur, allavega kemst ég allt í einu núna í trúlofunarhringinn minn! Já, mér sýnist brjóstagjöf ætla að grenna mig. Í dag er Freygátan síðan búin að læra að það er hægt að sofa í vöggunni. En hingað til hefur hún notað hana til að vaka í. Og, til þess að halda henni vakandi í dag er ég búin að leggja hana þar við hvert tækifæri, en nú undir kvöld fattaði hún djókið og ákvað að sofa bara þar. Hún er líka búin að fatta svindlið með snuðið og spýtir því nú út úr sér með viðbjóði ef setja á tappann í. Huxa að Freygátan trúi aldrei á jólasveininn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er þetta nú sætt barn!!!

Nafnlaus sagði...

Málfarsráðunautur andskotans vill benda á að Freigáta er bara með einföldu öfugt við Freyvangsleikhúsið.