9.2.06

Schnilld!

Fór út á meðal mannkyns í gærkvöldi, á mánaðarlegt hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Mjög ánægð með vinnsluna á þætti okkar ömmganna, sem og annað sem á daxkránni var. Náði reyndar ekki að hlusta til enda á prógramm Rip Rap og Garfunkel þar sem móðurhjartað var komið í buxurnar, en vona að tækifærin til þess séu mörrrg framundan. Þessu er ég bara að segja frá til að svekkja fólk, en prógrammið verður ekki endurflutt.

Og eftirfarandi símtalsupphaf átti ég heim í hléi:

Rannsóknarskip: Halló.
Móðurskip: Hæ, hvernig gengur?
Rannsóknarskip: Illa!
Móðurskip: Nú? Á ég að koma heim? Er hún brjáluð?
Rannsóknarskip: Charlton er yfir, 2-0.
Móðurskip: Hmmm. En barnið?
Rannsóknarskip: Henni er alveg sama. Hún er sofandi...

Þannig að ég gat með góðri samvisku verið lengur. Og Liverpool tapaði, 2-0, held ég.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta þykir oss góð saga!

Til lukku með þáttinn ykkar.

Nafnlaus sagði...

Ha hahahaha!! Rannsóknarskip er greinilega hæglátur húmoristi eins og bóndi minn!! Það er góður kostur!
HVurnig er annars með Hrafnkötlu hina sigldu? Hefur hún fengið eitthvað nafn?

Sigga Lára sagði...

Nafn verður ekki gert opinbert fyrr en hún verður skírð. Sem minnir mig á, þarf að hafa samband við einn prest...

Nafnlaus sagði...

Það eru svona samtöl sem maður öfundast yfir að hafa ekki skrifað sjálfur.