11.2.06

Í dag

er Freigátan tveggja vikna. Mér finnst ég alltaf hafa átt hana. Og það komu nokkrir gestir. Ég tók á móti þeim í sveittum fötum með ælulykt. Þegar þeir voru farnir fór ég í bað og puntaði mig. Er ekki trúverðug ástæða að ég vilji bara líta vel út fyrir Rannsóknarskipið mitt, hvort sem er?

Annars er verið að skipuleggja heimilishaldið þessa dagana. Við erum bæði farin að þýða aftur, ég er reyndar ekki farin að fá nein verkefni ennþá. Og svo erum við að bræða með okkur að leikstýra í mánaðarlegi Hugleix í mars. Það er nefnilega eiginlega alveg hægt að æfa í stofunni okkar... Við höldum að þetta sé alveg hægt.

Mönnum finnst kannski að við ættum bara að sitja með bleikar stjörnur í augunum og dást að barninu, allan sólarhringinn, fram á vor? En við erum alltaf að því, svona með. Erum að huxa um að láta hana bara leika... Ekki seinna vænna að hefja menningarlegt uppeldi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

".....fór ég í bað og puntaði mig..."

Vá hvað ég las þetta vitlaust..

Sigga Lára sagði...

Snæ! Björn!
SKAMM!

Elísabet Katrín sagði...

Það er einmitt svo skrítið með að fá allt í einu barn í hendurnar (eftir 9 mánaða "undirbúning") að finnast "maður alltaf hafa átt það" en það er einmitt málið! Skilur ekkert í að það hafi verið einhverntíman eitthvað öðruvísi. Svona á þetta að vera :)

Nafnlaus sagði...

Til lukku.

Spunkhildur sagði...

Mín er að verða fjórtán og eftir rúmlega fjögur ár má hún samkvæmt lögum yfirgefa mig að eilífu. Mér finnst ég hafa átt hana eitt eilífðar augnablik og vildi óska að ég hefði nýtt tímann betur.

Nafnlaus sagði...

Mikið finnst mér þetta síðasta komment hjá Spunkhildi vera yndislegt. Fara ekki að koma nýjar fréttir annars?