26.3.06

Það er ekki hver sem er

sem höndlar að eiga góð hljómflutningstæki.

Einhverjum íbúa hússins míns þótti t.d. við hæfi að skemmta öllum öðrum íbúum með Nýdanskri og Queen annað slagið í nótt og síðan á milli ca. 7 og 9 í morgun. Hmmm. Látum nú vera með nóttina. En ég hélt að sunnudagsmorgnar væru nú meira að segja partíljónum heilagir. Þar sem ég lá í morgun og lét Bohemian Rapsody fara í pirrurnar á mér fór ég að velta fyrir mér hvort söluaðilar hljómflutningstækja ættu ekki að leggja einhvers konar próf fyrir kaupendur til að koma í veg fyrir að fávitar eignuðust almennilegar græjur. Svo fór ég að velta fyrir mér hversu hryllilega leiðinlegt fólk væri í þessu partíi, að menn vildu heldur hlusta hver á annan öskra með eldgömlum slögurum heldur en að tala saman.

Já, fólk er fífl. Ég ætla að byrja að safna mér fyrir einbýlishúsi með hljóðeinangruðu gleri í öllum gluggum. (Svo læt ég náttlega eins og ég hafi ALDREI verið hinumegin borðsins og verið í partíi sem í hafa verið læti eða staðið fram undir hádegi. Hentugt að vera búin að gleyma því... Ha? Duranduran danspartí í eldhúsinu? Man hreint ekkert eftir því!)

Get hins vegar því miður ekki kvartað yfir því að lætin hafi haldið vöku fyrir hvítvoðungnum á heimilinu. Hann svaf óvenjulengi (á meðan Queen var í botni) og vaknaði ekki fyrr en um 9. (Þegar slökkt var á partíinu.)

Var annars að koma af seinni sýningu á Þessu mánaðarlega. Við Rannsóknarskip höfðum vaktaskipti og ég var fyrir hlé, leikurum mínum til öryggiskenndar, og hann eftir hlé, til að halda í höndina á sínum. Mér sýndist þessi sýning líka vera að heppnast abbragðsvel. Ég er mjöööög ánægð með þetta. Hlakka til að fara á næsta stjórnarfund Hugleix, en þá verðum við væntanlega bara frekar montin. Og svo ég plöggi aðeins hvað er meira á döfinni, þá er frumsýning á leikritinu Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar í Möguleikhúsinu þann 12. apríl, annað mánaðarlegt sem mun samanstanda af einþáttungum í apríllok og í maí er stefnan að vera með tónlistardagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum sem mun samanstanda af því besta af því besta í tónlistarsögu Hugleix.

Og svo þætti mér gott ef það gæti nú farið að öjlast til að hlýna! Þetta veður er óbjóður! Hvar eru þessi fokkíng gróðurhúsaárhrif sem ég er alltaf að bíða eftir?

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Mundum hárspreyið og látum bílinn ganga...