30.3.06

Urrrrgh!

Ekki hélt ég að fyrir mér ætti að liggja að verða svona nágranna-yfir-nöldrari. En ég er hrædd um að ég sé alvega að verða svoleiðis. Við erum búin að komast að því að sá sem þenur græjurnar býr trúlega í íbúðinni fyrir neðan okkur. Sem þýðir að líklega erum við ein um að heyra í honum. Þarf að athuga á hurðina þar hvort íbúinn heitir nokkuð Haraldur. (Hihi. Brandari sem aðeins 3-4 í heiminum skilja.)

Svo eru nágrannar mínir í portinu mikið búnir að vera að hamast í allskyns framkvæmdum. Helst með högg- eða loftborum. Og ég hef grun um að þeir fylgist með því hvenær ég set barnavagninn út, og byrji þá. Í dag var reyndar óvenju friðsælt... En áðan, um hálfníu, var Freigátan ekki fyrr sofnuð en að nágrannanum í asnalega húsinu rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar datt í hug að fara að henda spónaplötum út um gluggann á annarri hæð. Krakkinn hrökk upp og urlaðist, og ég hef sjaldan komist nær því að myrða. (Langaði allavega mikið út að skamma...)

Er að verða ein þessara óþolandi kjeellinga sem finnst algjörlea skýlaust að heimurinn eigi að læðast á tánum í kringum mig og mína fjölskyldu. Ef svo heldur sem horfir þarf ég að fara að sækja um vitavarðarstöðu einhvers staðar yst á löngu nesi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ómægod það væri það nú að fá Harald aftur sem nágranna! Annars man ég nú eftir því þegar þú fórst út og skammaðir nágranna á Leifsgötunni fyrir að vekja fyrir þér "barnið" með garðslætti klukkan tíu um kvöld. Og þar sem barnið var þá rúmlega tvítugt, þá ætti nú varla að vefjast fyrir þér að fara út að skamma þegar þú ert með alvöru smábarn ;-)

Sigga Lára sagði...

Hihi. Já, það fannst mér fyndið.

Hugrún sagði...

Uss, þið búið líka í sóðahverfi og ég legg til að þið komið ykkur þaðan í burtu hið fyrsta og helst upp fyrir Grensásveg, þar er kyrrt og rótt.

fangor sagði...

ótrúleg þessi árátta fólks til að áætla að íbúar nálægt miðborginni hafi ekki mannréttindi og annað fólk. sæi í anda að blaðasnápurinn sætti sig við svonalagað í sveitinni..

Nafnlaus sagði...

Ef ykkur finnst slæmt hávaðalega séð að eiga nágranna sem heitir Haraldur, prófiði þá að BÚA með einum slíkum sem að auki er TROMMULEIKARI!!!
Haraldur minn er þögull maður. Hann SEGIR ekki beinlínis margt eða mikið en hann FRAMLEIÐIR töluverðan hávaða....
En ég skil vel hvað þú gengur í gegnum Siggalára mín. ég þoli yfirhöfuð ekki nágranna. Enda hef ég ekki einusinni komist að því hvað mínir heita.....

Sigga Lára sagði...

Má kannski segja úthverfadrottiningunni frá því að hann Haraldur, nágranni dauðans, bjó alveg langt frá miðbænum, uppi á Laugarnesvegi. Maður er hvergi óhultur fyrir geðsjúklingum með of góðar græjur.