1.3.06

Gleðilegan B-dag!

Ef einhver man ennþá hvað það þýðir.

Og svo er ösku(r)dagur. Votta verslunarfólki samúð.

Eldaði saltkjöt og baunir í gærkvöldi og huxaði með söknuði til saltkjötsogbauna-boðanna sem við höfðum í kommúnunum í denn. Kannski maður ætti að fara að endurvekja þá hefð? Bjóða öllu fólkinu með öll börnin og gá hvað við getum gert mikinn hávaða samtals?

Það er helst í fréttum að við inntöku geðlyfja fékk Freigátan svefnsýki og ofurrólegheit og er núna orðin værasta barn í heimi sem vaknar bara einstöku sinnum til að borða. Er búin að gleyma hvernig á að grenja. Þetta ku ekki vera óhollt né hafa skaðleg áhrif á hana. Er búin að fá áhyggjukastið og leita mér upplýsinga allsstaðar. Það sem virðist of gott til að vera satt er það nefnilega oftast...

En, ekki í þessu tilfelli. Nú sefur hún bara allan daginn og alla nóttina og það er bara allt í lagi. Kannski hefði geðslagi Móðurskipsins þá bara dugað að sú litla fengi dópið?

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Jaháts ég man það! Og það með að hún Ása Heiður á afmæli í dag :-)

Já þú segir nokkuð, það yrði örugglega mikið fjör að halda stóra stóra saltkjötsveislu.

Spunkhildur sagði...

B-dagur?

V-dagur?

Ö-dagur?

Trick og treat?