24.3.06

Mikið svakalega

var gott prógrammið í Þjóðleikhúskjallaranum í gær. Ég hafði ekki séð helminginn af því, en ég held þetta sé nú bara með betur heppnuðu einþáttungadaxkránum okkar. Við erum sennilega bara að verða flínkari í þessu? Samt voru jómfrúarstykki á alla bóga á boðstólnum.

Óska Nönnu og Sigga sérstaklega til hamingju með sínar frumraunir, henni í Hugleikstjórn og honum í hugleikskrifi. Þær voru sérlega glæsilegar, að öðru ólöstuðu. Og svo voru náttlega Hjörvar og Svavar báðir í fyrsta skipti í Hugleik. Séu þeir sem velkomnastir.

Þessari daxkrá var minna fagnað hér heimafyrir. Afi og amma Smábáts fengu að passa Freigátu í fyrsta skipti sem við förum bæði að heiman. Og það skipti engum togum að hún skemmti þeim með kveinstöfum allan tímann. Það er greinilega ekki vel séð að fara burt með matinn í heilt kvöld. Áður en slíkt verður reynt aftur þarf greinilega að kenna henni á pela. (Sem ég hef ekki nennt að gera.)

Fórum í verslunarferð. Nú á Freigátan sundbol og smekki. Svo erum við búin að kortlegggja næstu stórinnkaup næstu vikna. Ljómandi.

Engin ummæli: