23.3.06

Áminni:

Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum. Fyrri sýning í kvöld kl. 21.00.

Er með smávægilegar geðbólgur og taugadrullur í dag af þeim orsökum. Þó merkilega litlar. Held ég hafi aldrei verið, fyrir mína parta, jafntilbúin á frumsýningu. Í gær fór ég á hárgreiðslustofu og lét gera mig ljóshærða. Það tók allan daginn, en minni fjárútlát en ég átti von á. Fór svo í ljós í morgun og er á hraðri leið að endurheimta fyrri fegurð á alla kanta. Get þó ekki mætt í kjallarann jafn glyðrulega útlítandi og ég ætlaði þar sem nú ríkir þvílíkt heimskautakuldakast að vissara þykir að draga lopasokka á fætur sér og læsa dræsugallann sem fastast inni í skáp. Þannig að ég verð bara að monta mig af mjóinu seinna. Vona bara að það verði ekki útrunnið...

Engin ummæli: