24.3.06

Og meiri hamingja

Og hamingjuóskir til litlu systkina minna sem voru bæði að komast inn í einhverja fína skóla. Bára í tónsmíðanám (held ég) tónlistarskóla í Osló og Sigurvin (sem ég ætla ALDREI að kalla "Siffa") í viðskipta-mastersnám í London.

Til hamingju, litlu krútt.

Til gamans má geta þess að þegar ég eignaðist Freigátuna þá sá ég hvað var stutt síðan þau Bára og Sigurvin fæddust. Þegar þau voru ponkulítil fylgdist ég nefnilega af feikilegum áhuga með umönnun móður minnar á krílunum og endurtók síðan gjarnan handbrögðin við dúkkurnar mínar. Og, viti menn, þegar á reyndi var þetta ennþá alvega á hreinu. Er skrítið að mér skuli stundum finnast litlu systkini mín vera í mesta lagi 5 ára?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það. Ég held að í undirmeðvitundinni veiti það mér hvatningu til þess að sanna mig að þú haldir að ég sé fimm ára ennþá.

Þess vegna er kannski best fyrir mig að þú verðir haldin þeirri ranghugmynd sem lengst.

Bára sagði...

Takktakk. Já, það er tónsmíðanám.

Og mér finnst ég ekki vera neitt mikið eldri en 5 ára. Fínt að vera fimm.