1.3.06

Sælan

Áðan huxaði ég setninguna: "Neinei, ég hef engan tíma til að klára að taka til í eldhúsinu. Dr. Phil er að byrja." Það er gott að vera í fæðingarorlofi.

Svo er ég að sleppa mér af spenningi yfir þáttunum "Fyrstu sporin" (eða var það skrefin?) sem er að byrja á Ská einum í kvöld og fjalla um börn og uppeldismál. Og dauðlangar að gerast áskrifandi að samnefndu tímariti. Jább, er alveg dottin íða.

Annars finnst mér Dr. Phil vera að missa tötsið. Finnst hann alls ekki jafnspennandi núna og hann var. Hefði alveg eins getað klárað að taka til í eldhúsinu... En ég held að draslið þar sé nú ekki að fara neitt, svosem.

Og brjóstagjafapúðinn er líka fínasta tölvuaðstaða! Ljómandi!
(Tekið skal fram að barnið er ekki á honum á meðan.)

5 ummæli:

Sverrir Friðriksson sagði...

Hefði dr. Phil alveg eins getað tekið til í eldhúsinu hjá þér? Hmm... Já, því ekki?

Berglind Rós sagði...

Brill þetta með púðann, skrifa það bak við eyrað. Eða kannski á ennið, gæti verið vissara...

Nafnlaus sagði...

Og festa síðan útbúnað á hausinn sem getur haldið spegli ...

Spunkhildur sagði...

Er tötsj ekki með joði?

Nafnlaus sagði...

Tíhí... ekki þarf ég neinn PÚÐA til að geyma mína fartölvu á.....