15.5.06

Komin heim

Og allt á öðrum endanum. Kominn nýr formaður í Hugleik, sem er rétt ófarinn til Rússlands með þeim fyrrverandi og nokkrum fleiri stjórnar- og óstjórnarmönnum. Ég búin að missa af aðalfundi félaxins og veit ekki neitt. Og svo virðist bara vera endanlega brostið á með sumri. Þ.e.a.s. hérna megin á landinu. Fyrir austan er sko bara alveg brjálaður heimskautakuldi.

Allavega, það var ágætt að fara svona óvænta ferð austur. Hitti alla ættina og rúmlega það í erfidrykkju. Helst við slík tækifæri sem maður hittir þetta fólk í seinni tíð. Amma-Freigáta fékk líka aukatækifæri til að ammast, og var ánægð með. Litla-Freigáta var dugleg að sofa í flugvélinni og brosa framan í ömmuna og ættina.

Og svo er það bara að halda áfram. Hvað er næst á daxkrá? Júróvísíjón?

3 ummæli:

Ásta sagði...

Jahá! Hvar er partý? Þarf ekki að henda saman í eitt slíkt? Eða tvö.

Gummi Erlings sagði...

Þú getur líka leyft R,R&G að gleðja sálina (sjá bloggið mitt).

fangor sagði...

júróvisjónpartý engin spurning. ég býð mér heim til þín á fimmtudagskvöld hérmeð. nema barnið láti sjá sig, þá verðum við kannski sein.:Þ