11.5.06

Málnotkun

Kallaði dóttur mína hlandfötu áðan. Það þótti nú Smábátnum aldeilis skemmtilegt orð.
Þá er búið að sinna uppeldinu í dag.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ekki misskilja, mér finnst þetta frábært en í hvaða aðstæðum kallar maður barnið sitt hlandfötu? hjá mér er þetta mjög niðrandi og aðeins sæmandi vondu fólki sem til dæmis hlustar á effemmníjufimmsjö..

Gadfly sagði...

Sennilega hefði mér líka þótt það fyndið þegar ég var á hans aldri.

Nafnlaus sagði...

Hún hefur örugglega bara ætlað að segja "andvaka".

Sigga Lára sagði...

Börn undir ákveðnum aldri eru náttlega óttalegar hlandfötur. En þá í bóxtaflegri merkingu.

Varríus sagði...

Lekar hlandfötur meiraaðsegja

Nafnlaus sagði...

Það væri náttúrulega mikið þægilegra að geta bara hvolft úr þeim reglulega í staðinn fyrir að standa í þessum eilífu bleyjuskiptingum.