8.5.06

Systur

Það er ekki svo oft sem maður fer með talsverðar væntingar í leikhús og sýningin gerir talsvert meira en að standa undir þeim. Ég hef lesið handritið af þessu verki, Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, þekkti leikkonur og leikstjóra af góðu og var því með miklar væntingar. Og þessi sýning er þvílík öskrandi gargandi snilld að ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins. Enda var troðfullt á þessa lokasýningu í vor, og útlit fyrir að sýningar verði teknar aftur upp í haust. Og það er vel.

Mikil snilld! Húrra fyrir öllum! Vei!

(Tek mér bessaleyfi að ranta um sýningu míns eigins félax, þar sem ég kom alls ekki neitt nálægt henni.)

Annars, feðgunum var vel fagnað þegar þeir komu heim í gærkvöldi, en Freigátan þverneitaði að fara að sofa fyrr en ég var komin aftur úr leikhúsinu. Svo nagar hún og slefar og er eitthvað ferlega geðvond þessa dagana... börn fara ekkert að taka tennur þriggja og hálfs mánaðar, er það?

1 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Geta alveg tekið tennur svona snemma. En líklega klæjar henni bara í góminn. Karítas var svona alveg heillengi áður en tennurnar loksins komu.