2.6.06

Viðburðir...

Í gærkvöldi duttu inn tveir af Mont-sonum mínum. Mikið ógurlega var nú gaman að sjá þá. Enda gaf ég þeim bjór og brennivín og sendi þá út á galeiðuna. Í morgun var ég svo smá fertug og fór í framhaldi af því út í bæ með Rannsóknarskipi og Freigátu og við redduðum engum smá helling. Í kvöld fór ég svo í leikhús. Lýsingin var góð.

En í fertuginu í morgun (sem er það sem Aðalsteinn Mont-sonur minn kallar það þegar ég hitti hina grindkvalina) gerðist það krúttlegasta sem nokkurn tíma hefur gerst á stofugólfinu mínu:



Á morgun er afmælisdagur Magnúsar Grímssonar.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ooooooo svo krúttlegt :-) Ég á líka svona myndir af Rósu með fleiri smábörnum, þetta er bara sætast. Og maður má alveg vera svona væminn þegar maður á smábarn :-)

fangor sagði...

krúttlegurnar velta barasta um allt gólfið hjá þér. get ekki beðið eftir að komast almennilega úr húsi svo ég geti verið með...