Held ég sé búin að finna útúr hver tengdadóttirin er. Það sýnist mér vera þessi fjáða eldri kona sem foreldrarnir vilja að erfinginn giftist. Hún virðist nú vera alveg ógurlegur myndarkvenmaður, en mér þætti nú ekki ólíklegt að hún hefði eitthvað óhreint í pokahorninu. (Tja, annars veit ég ekki hvað þetta eina og hálfa bindi sem eftir er ætti að vera um.) Og sonarrolan virðist bara ætla að láta sig hafa hana, og vera ekki að huxa meira um sætu kotstelpuna uppi á heiði sem hann var búinn að barna. Fuss og svei.
Freigátan gubbaði í allt gærkvöld. Er búin að læra að hún getur ekki borðað kartöflur. Ég nýbúin að komast að því að líklega get ég kannski sett inn myndir hér í sveitinni, en á eftir að finna út úr hvernig ég fer að því... Hins vegar er hægt að sjá Freigátu (og mér og Rannsóknarskipi og mörgum fleirum) bregða fyrir í síðasta þætti af Út og suður þar sem Leiklistarskóli Bandalaxins var heimsóttur. (Og ég steingleymdi að plögga.) Þessir þættir eru alltaf endursýndir offft auk þess sem ég gæti trúað að hægt væri að nálgast hann á RUV vefnum. (Ef mar býr til dæmis í útlöndum.)
Nú fer að styttastí austurför. Huxum okkur að fara þangað eftir undanúrslit, eða á fimmtudaginn. Og nú ber svo við að fjarlægasta landið sem eftir er í HM er Ítalía. Það er nú heldur lélegt. Og 50% þeirra sem eftir eru voru öxulveldi hins illa í seinni heimsstyrjöld. Þetta er nú aldeilis spennandi.
3.7.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
fyrst þú ert byrjuð á guðrúnu þá skal beint áfram haldið í dalalíf. þar gerast sko hlutirnir skal ég segja þér, tengdadóttirin er bara upphitunarefni..
Já, í þessari er einmitt, þveröfugt, ógurlega lengi verið að hita upp fyrir tengdadótturina... Skrítið.
Hæ! Sá ykkur mæðgur í endursýningu á þættinum á netinu :) Þú breytist nú ekki mikið kona góð, og stelpan er bara líka þér!
Kærar kveðjur úr 35 stiga hita.
Skrifa ummæli