Góðan dag og gleðilegt nýtt ár í Kína!
Nú er víst hafið ár apans. Kínverjar eru kátir yfir því, enda búnir að halda í sér barneignum fram yfir áramót til að forðast að eignast börn á ári sauðkindarinnar. Sauðbörnin ku vera hinar mestu vandræðamanneskjur.
En, nú kemur ekki annað sauðár fyrr en eftir 12 ár svo við sem verðum komin úr barneign þá erum alveg sloppin við sauðbarnahættuna. Systir mín yngri er reyndar sauður, og ég veit ekki til þess að hún hafi verið mikið til vandræða. Nema náttúrulega þegar henni datt í hug að fæðast á milli jóla og nýjárs.
Annars þykja mér allar hjátrúr skemmtilegar. Nema náttúrulega þegar ég fæ vondar tarot- og stjörnuspár sem segja að maðurinn minn (sem er bæðevei líka sauðkind) sé djöfullinn og þar fram eftir götunum. (Djöflasauðkind? Orustufé?) Svo er svosem enginn kominn til að segja að svoleiðis "trúr" séu eitthvað meira "hjá" en ýmis önnur vitleysa sem maður trúir. Ég hef t.d. aldrei séð í mér lifrina. Tek nú samt orð annarra fyrir því að hún sé þarna einhversstaðar...
Þetta gæti verið síðan mín á kínversku: http://minnaok.blogspot.com/ (er í makka, einhverra hluta vegna ekki hægt að setja linka...)
22.1.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli