Eins og lauslega var minnst á í færslu hér í gær, þá ákvað ég á ákveðnum tímapunkti að verða ekki kennari. Það var nú aldeilis eins gott.
Í morgun hefur vaknað úr dvala sem aldrei fyrr undirliggjandi óbeit á unglingi hvers konar. Og það er greinilega komið kennaraverkfall. Og það mætti halda að það hefði verið auglýst einhvers staðar: "Unglingar miðbæjar sameinist! Allir á Bandalagið að "skoða", fikta og rusla til og trufla heiðvirt fólk í vinnunni!"
Mér finnst börnum og unglingum eigi að vera bannaður aðgangur að verslunum, skrifstofum og hálf-opinberum stofnunum til tvítux. Nema í fylgd með fullorðnum sem eru þá með þau í bandi.
Sérstaklega strákum. Karlmenn ættu ekki að vera eftirlitslausir fyrr en eftir 25 ára aldur.
Hefði ég orðið kennari væri ég orðin geðveik og þó svo að gull og grænir skógar kæmu til í samningum komandi þá gætu ekki milljón villtir hestar dregið mig að þessu starfi.
Og annað sem ég þoli jafnvel minna: Unglingar sem koma 10 mínútur yfir 1, áður en ég hef náð að stinga af. Grrrrrrrr...
Hef sjaldan fundið fyrir jafn sterkri og óbeislaðri óbeit. Finn hjá mér mikla þörf fyrir að vera ókurteis.
9.11.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli