30.11.04

Nú er Gunna á nýju skónum, og bíllinn minn líka. Kominn á flunkunýja takkaskó að framan, þar sem dekkjamaðurinn úrskurðaði tvö gömlu dekkjanna óviðræðuhæf. Einnig tjáði hann mér að minn bíll væri einn af kannski tíu á landinu sem væri á þessari stærð af dekkjum. Frekar pirraður. Ég var hins vegar hin kátasta, alveg hamingjusöm með að bíllinn minn væri soldið spes.

Og Rannsóknarskipið hefur haldið úr höfn og ég veit ekki hvort mér auðnast að berja það augum eða útlimum aftur á þessu ári. Eitt fyndið kom nú samt upp á yfirborðið, svona fyrir þá sem þekkja brekkum****-húmorinn. Frá hvaða bæ í Eyjafirði haldiði að maðurinn sé? Já, það er margt í mörgu.

Í dag eru orðin 36 ár síðan foreldrin mín giftu sig. Það var nú gott hjá þeim. Mér finnst við hæfi að minnast á það hér, þar sem þeim þykja brúðkaupsafmælin sín svo ómerkileg að þau muna yfirleitt ekkert eftir þeim.

Í dag ætla ég líka að fara að grafa upp jólaskrautið á skrifstofunni.

Og á morgun kemur desember. Aftur. Þetta er nú ekki fyndið með tímann.
Líklega best að fara að huxa upp hverju maður ætlar að ljúga í næsta áramótapistli.

Engin ummæli: