Útlitsdýrkun í jólalagi
Í fyrra var ég að hlusta á hina snilldarlegu jólaplötu með Þrjú á palli. (Gjarnan nefnd JólaplatAN með ákveðnum greini á mínu heimili.) Og fór að hlusta á textann í jólalaginu sem byrjar:
Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð.
Hún er sig svo ófríð og illileg með.
Í þessu lagi er sumsé gerður aðsúgur að útlitinu á konugreyinu, því haldið fram að hún hafi 3 höfuð, eyru niður á læri og fleira. Hins vegar er ekkert minnst á hvað hún gerir, svona að öðru leyti. Boðskapurinn er einfaldlega sá að Grýla sé óheppin í útliti og þar af leiðandi vond og ill.
Segiði svo að útlitsdýrkun Íslendinga sé nýtilkomin!
4.12.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli