14.1.06

Föstudagurinn 13.

kom og fór án þess að drægi til tíðinda. Þar misheppnaðst mér að tryggja frumburði mínum dálæti einnar móður- og einnar föðursystur minnar á einu bretti. Á morgun (já eða semsagt í dag) 14., er síðan dagurinn sem spáði breytingum í stjörnuspá, það ku vera fullt tungl og eitthvað. Annars tjáði mér ljósmóðirin sem ég var hjá í gær að "toppar" í fæðingum væru venjulega um 2 dögum eftir full tungl og stórstraumsfjöru. Fara þá böndin að berast að 16. sem er afmælið hennar Heiðu minnar.

Annars er það nú eiginlega ofdekur við hana, þegar búið að skíra eina Heiðu í genginu, og svo náttúrulega hina stórmerkilegu Heiðlaugu Svan. En hún Heiða á þetta nú sennilega alltsaman skilið og þó afmælisdagurinn hennar sé heiðraður líka. Eftir alltsaman var það hún sem sá okkur fyrir fæðingarsögunni sem dugði flestum, sem á sínum tíma heyrðu, sem getnaðarvörn fram undir eða yfir þrítugt.

Þetta er vissulega sjálfsfórn sem ber að verðlauna.

Rannsóknarskip situr og svitnar yfir einhverju skólaverkefni og ég er að þykjast vinna í þýðingu sem ég á að skila á mánudag. Og finnst vissara að vera aðeins á undan áætlun með... svona ef ske kynni.

Og mig langar hryllilega mikið í allt nammi í heiminum! Ef ég bara nennti að hreyfa mig.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ég er búin að galdra að skáfrændi minn, kafbátur og verðandi Duggudugg fæðist á mánudaginn. Það gæti verið viðeigandi að láta hann heita Bjarna Sæmund. Efða sé hinzvegar stelpa þá kannski Freydís Snekkja.

Sigga Lára sagði...

Veðurskip Blíma?