Ekki eignuðumst við barn 300.000. Hinn fertugi-í-dag Þórður Rannsóknarskipsbróðir fær líka að eiga afmælisdaginn sinn í friði eitthvað áfram.
Í kvöld verða allavega lappir bara krosslagðar. Heimildamynd um Cary Grant og CSI þáttur í leikstjórn Tarantino. Svo þurfum við bæði að þýða. Svo það verður enginn þvælingur upp á fæðingardeild í kvöld.
9.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
Jæja, spádómsgáfa mín hefur beðið hnekki - eða ekki. Aðallega fannst mér 9. janúar góður fyrir þær sakir að þann dag var Böðvar Guðmundsson líka fæddur og hann gerði Í Fjörðum sem er eitt það fallegasta í heimi. Ég vonaðist líka til að kafbátur yrði ekki 300.000 Íslendingurinn - þvílíkt hlutverk að lenda í, altsvo vera fyrst og fremst númer. Nei í okkar klani erum við sko ekki nein númer..... eða ...bíddu nú við... ég veit ekki betur en að við séum öll þvílík númer, já öll sem eitt og sem slík hvert öðru betra. --- Já og kannski heitt kakó sé málið núna.
Já, ég held Kafbátur sé farinn að sýna alvarleg einkenni þess að vilja hreint ekki gera neinum til hæfis. Held hann sé að reyna að finna dag sem enginn er búinn að giska á.
Þannig að, til að forða sjálfri mér frá lengstu mögulegu framyfirgöngu er best að ég giski snöggvast á 27. janúar.
(Gá hversu snemma asnaaðferðin byrjar að virka...)
25. manstu og skíra bibbi.
bibbi: hvenær fæðist bibbi?
blogger: pqrks
já það er ekki mikið upp úr blogger að veiða..
Nei, mánaðarstjörnuspá moggans sem birtist um helgina var hins vegar ekkert að skafa utanaf því. Ef það gerist þann 14. er ég að huxa um að stofna nýtt trúarbragð.
Er ekki best að ég kíki á þig og reyni að koma þér af stað? Ég kann ýmsar aðferðir. Blogger stingur upp á aðferðinni bogabun, sem hlýtur að vera eitthvað sérlega skemmtilegt og spennandi. Ég get líka að sjálfsgðu tekið mína litlu grislinga með í kaffi til þín og ÞÁ er VÍST að kafbátur fari að gægjast út til að vera með í fjörinu!!!
Ég held að mín tillaga haldist, 12. jan og hana hqxxima.
Saumaklúbbur smaumaklúbbur - þetta lærði maður nú af að horfa á Friends!
Svo er líka til grænlenska aðferðin gidyogqc en hún er óþýðanleg, og þó svo tækist að þýða hana væri það óprenthæft með öllu.
Ylfa mín, komdu bara fagnandi og hafðu með þér ungahópinn eins og þér sýnist.
Annars er ég eiginlega farin að stefna að fæðingu allavega ekki fyrr en um næstu helgi. Hef engan tíma fyrir neitt sollis fyrr.
Fá ekki bara Spunkhildur og Kafbátur að deila afmælisdegi? Það væri þá bærilegt tilefni til að gefa honum nafnið Heiðlaugur....
Heiðlaugur Svan skal hann heita.
Hihi. Búin að brúka það. Gerði það þegar ég sat úti undir vegg á bæ tengdaforeldra minna að Brekku í Eyjafjarðarsveit og vantaði heiðríkt nafn á ungmennafélaxformann. (Sem Toggi setti síðar í kynskiptaaðgerð þannig að úr varð Heiðlaug Svan.)
Við sama tækifæri varð til nafn umf. Fjárkláða. Bara af því að ég sá kind... sjálfsagt ekkert með neinn kláða, samt.
Við skulum bara vona að litli Heiðlaugur sé ekki með ofnæmi fyrir kindum.
Já ert þú ekki ljón? Það var e-r fjandinn sem átti að gerast hjá mér 14. jan. Man ekki hvað. Ég held ég sé fjandakornið ekki óléttur ... og þó?
14. janúar er víst fullt tungl í krabba svo það verður mikið um að vera í öllum stjörnumerkjum, sagði mogginn. Þannig að þann dag þarf maður sennilega að taka númer á fæðingardeildinni.
Kannski gerast líka gífurlega undaregir hlutir og Sævar verður óléttur... hvað veit maður?
Þ. 14. jan. n.k. verður svall hjá kallinum í tunglinu og hann mun verða fullur og sagan segir að þá hamist börn við að koma í heiminn. Það er líka í fínu lagi því ég á vinkonu í Baunalandi sem á einmitt afmæli þennan dag svo ef þetta er stúlkubarn gæti hún heitið Karen - þó ekki Krusenstjerne, það yrði of mikil sögn í því.
P.S. mæómæ, þetta verður einmitt 14. færslan hér. Token?
Skrifa ummæli