Mikið ógurlega er nú gott að vera ekki að vinna á DV. Það varð hins vegar systur minni ekki svo mikið til bjargar. Ég sá hana allavega í fréttum RÚV, sitjandi á þessum fyrrverandi vinnustað sínum, eins og hvern annan siðblindingja. Sussu.
(Tekið skal fram að við erum báðar lönnnngu hættar þar. Jájá.)
Flotinn fór að sjá Bíbí og blökuna í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég kjaftaði lennngi við mömmu mína. Og tók að mér þýðingu sem ég á að skila á mánudaginn... Hmmm. Kannski bjartsýni? Eða kannski bara alltílæ að hafa eitthvað að gera á spíttlanum, ef ske kynni?
Mæðraskoðun á morgun, vona að vigtin þar verði í góðu skapi.
11.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli